Laugardagsmorgunverður crossfit-kroppsins

Jakó er grjóthörð í æfingunum, eldklár og afar vinsæll þjálfari …
Jakó er grjóthörð í æfingunum, eldklár og afar vinsæll þjálfari svo nýja crossfit-stöðin hennar verður án efa vel sótt.
Jakobína Jónsdóttir er crossfit-þjálfari og mikill heilsudólgur. Hún hefur stundað íþróttir frá því að hún var barn en varð heltekin af crossiti fyrir sjö árum. Síðan þá hefur hún keppt á mörgum Evrópumótum og á þremur heimsleikum í crossfit. Jakó eins og hún er kölluð var í óða önn að pússa steypu þegar Matarvefurinn heyrði í henni. „Á næstu dögum er ég að fara að opna mína eigin stöð, Granda101, sem er staðsett á frábærum stað á Grandanum og hefur upp á að bjóða frábært útisvæði og nóg af bílastæðum,“ segir stálkroppurinn og lét sig ekki muna um að henda í ljúfar helgarpönnukökur fyrir okkur á milli þess sem hún pússaði, lakkaði, græjaði og gerði.
Jakobína elskar þessar hollu og fljótlegu morgunverðarpönnukökur.
Jakobína elskar þessar hollu og fljótlegu morgunverðarpönnukökur. Kristinn Magnússon

Bananapönnukökur Jakobínu

1 meðalstór banani
2-3 egg
1 matskeið möndlusmjör
3 dropar vanilludropar (má sleppa)
1 tsk. kókosolía

Aðferð:
Banana, eggjum, möndlusmjöri og vanilludropum blandað saman (í blender) eða banani stappaður í skál og restinni hrært saman við með píski. Kókosolía brædd á meðalheitri pönnu og öllu helt á pönnuna. Látið bíða í nokkrar mínútur (eða þar til loftbólur eru farnar að myndast) og snúið á hina hliðina þar til hún er tilbúin.

Jakó hamast við að græja og gera í nýju crossfit-stöðinni …
Jakó hamast við að græja og gera í nýju crossfit-stöðinni sinni sem opnar innan skamms úti á Granda. Kristinn Magnússon
Jakobína er í hörkuformi en hún æfði meðal annars sund …
Jakobína er í hörkuformi en hún æfði meðal annars sund sem unglingur.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert