Þetta borða heilbrigðustu þjóðir í heimi í morgunverð

Miðausturlenskur morgunverður er mjög girnilegur en uppistaðan í honum er …
Miðausturlenskur morgunverður er mjög girnilegur en uppistaðan í honum er hálfgerð eggjakaka með tómatmauki og saffran. Baunir og brauð er gjarnan haft með. huffingtonpost.com

„Ef þú ert Ameríkani sem fær sér að borða í bílnum alla morgna á leiðinni í vinnuna, þá borðar þú ekki morgunmatinn eins og þeir snæða hann á Íslandi.“ Svo skrifar greinahöfundur Huffington Post í grein sem birtist á vefsíðu bandaríska fjölmiðilsins á föstudag en hún fjallar um ólíkar morgunverðarvenjur nokkurra þjóða, þar á meðal Íslendinga. Yfirskrift greinarinnar er: þetta borða fólk í heilbrigðustu löndum í heimi í morgunverð svo það verður að teljast smart að komast á lista. Skemmtilegar myndir fylgja greininni en hana má sjá í heild sinni hér.

Að Íslendingar borði morgunmatinn heima hjá sér vekur helst athygli greinarhöfundar enda eru vegalengdirnar talsvert styttri hérlendis milli heimahúsa og vinnustaða en gengur og gerist í Bandaríkjunum og víðast hvar erlendis. Vitnað er í Auði Ösp Ólafsdóttur, eiganda bloggsíðunnar og ferðaþjónustufyrirtækisins I heart Reykjavík, en hún segir að meðan margir Íslendingar byrji morguninn á ristuðu brauði og kaffi borði aðrir stóra skál af hafragraut og margir taki lýsi, enda bráðnauðsynlegur vítamíngjafi í skammdeginu.

Íslenskur morgunverður samkvæmt Hugffington Post. Frekar litlaus og óspennandi miða …
Íslenskur morgunverður samkvæmt Hugffington Post. Frekar litlaus og óspennandi miða við aðrar myndir á listanum. huffingtonpost.com
Sænskur morgunverður er mjög hollur ef marka má greinina. Hrökkbrauð, …
Sænskur morgunverður er mjög hollur ef marka má greinina. Hrökkbrauð, ávextir og álegg. huffingtonpost.com
Í Singapore er algengt að fólk borði tvö linsoðin egg, …
Í Singapore er algengt að fólk borði tvö linsoðin egg, ristaðbrauð með viðbiti og kaffi í morgunverð. huffingtonpost.com
Svissnenskur morgunverður er blanda af hollustu og óhollustu. Smjördeigshorn, grautur …
Svissnenskur morgunverður er blanda af hollustu og óhollustu. Smjördeigshorn, grautur og ávextir. huffingtonpost.com
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert