Hreinsaðu heimilið með þinni eigin edikblöndu

Fallegar og einstaklega vel lyktandi blöndur.
Fallegar og einstaklega vel lyktandi blöndur. Good Housekeeping

Edikæði tröllríður heimsbyggðinni ef marka má samfélagsmiðla og enginn er maður með mönnum nema að eiga heimagerða edikblöndu sem notuð er til að þrífa bókstaflega allt.

Galdrar ediksins eru ekkert leyndarmál en það er sérlega heppilegt til að þrífa rúður, fríska upp á lúinn þvott, fjarlægja illskeytta bletti og svona mætti lengi telja.

Edikbanda í úðabrúsa er því nánast skyldueign en við ráðleggjum ykkur þó að nota blönduna alls ekki á harðviðargólf eða marmara þar sem sýran gæti skemmt þau.

Hér eru nokkrar aðferðir til að gera edikblönduna enn frábærari:

1. Settu örlítið að sítrónuberki og nokkrar greinar af rósmarín út í blönduna. Blandan skal alltaf vera hvítt edik og vatn til helminga. Sýran úr sítrónuberkinum gerir blönduna enn öflugri og hentar þessi úrfærsla sérlega vel til að ná erfiðum blettum.

Handhægt, sniðugt og huggulegt.
Handhægt, sniðugt og huggulegt. Good Housekeeping

2. Meiri sítrus. Settu nokkra dropa af piparmyntuolíu út í blönduna ásamt appelsínuberki. Lyktin verður dásamleg.

Fallegar merkingar eru skemmtileg viðbót.
Fallegar merkingar eru skemmtileg viðbót. Good Housekeeping


3. Lykteiðandi ofursprengja. Settu nokkrar greinar af eucalyptus-plöntu og 2-3 dropa af tea tree-olíu. Tea tree-olían er sögð bakteríueyðandi lúsafæla en án þess að fullyrða neitt frekar um það getum við staðfest að þessi blanda eyðir lykt og er sérlega frískandi.

Ilmandi hreinlæti.
Ilmandi hreinlæti. Good Housekeeping
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert