Klassísk eplakaka að hætti Alberts

Albert kann vel til verka í eldhúsinu.
Albert kann vel til verka í eldhúsinu. Árni Sæberg

Albert Eiríksson fagnaði 5 ára bloggafmæli í gær en hann er án efa einn vinsælasti matarbloggari landsins. Við óskum honum innilega til hamingju og birtum hér fyrstu uppskriftina hans af matarblogginu góða, Alberteldar.com ásamt góðu heilræði eins og Alberti okkar er lagið. „Venjulega minnka ég smjörmagnið og læt svolítið af góðri matarolíu, þannig verður hún enn mýkri. Til spari er gott að strá furuhnetum yfir deigið áður en kakan er bökuð.“



Eplakaka – klassísk

250 g smjör
250 g sykur
3 egg
þeytið vel saman
250 g hveiti
2 tsk. lyftiduft
1/2 tsk. salt
blandað saman við
4 græn epli flysjuð og skorin í þunnar sneiðar

1/2 af deiginu settur í 24 cm form raðið tveimur niðurskornum eplum ofan á og 1 1/2 tsk. kanil ofan á. Endurtekið, deig, epli kanill bakið í 40-50 mín. við 200°.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert