Brauðrist fyrir tækjasjúka

Hversu skemmtilegt ætli það sé að fá sína sérhönnuðu brauðsneið …
Hversu skemmtilegt ætli það sé að fá sína sérhönnuðu brauðsneið með huggulegum ástarjátningum eða fallegri mynd? mbl.is/toastroid

Ristað brauð verður seint flokkað sem sérlega spennandi matur en það hefur heldur betur orðið breyting þar á. Sjálfsagt muna flestir eftir fréttinni okkar um Star Wars-eldhúsgræjurnar en þar var meðal annars að finna brauðrist sem breytti brauðinu í listaverk með mynd af Svarthöfða á. Sjá frétt mbl.is: Blautur draumur Star Wars kokksins.

Nú hefur Toasteroid tekið mun stærra framfaraskref og breytt venjulegri brauðrist í undratæki sem gerir notendum kleift að hanna sínar eigin myndir á brauðsneiðarnar.

Möguleikarnir eru óþrjótandi og getið þið ímyndað ykkur gleðina? Börnin fá sínar myndir, stafi eða hvaðeina það sem þeim dettur í hug. Með einföldu appi er hægt að setja saman einfaldar myndir eða texta sem síðan rata beint á brauðið.

Og síðan má auðvitað bara rista hefðbundna brauðsneið fyrir þá sem nenna ekki að vera í stöðugu flippi.

Brauðristina er hægt að fá í tveimur stærðum og kostar á bilinu sjö til níu þúsund krónur.

Hægt er að panta brauðristina hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert