Albert fékk hommapottaleppa

Það getur aldrei verið leiðinlegt í eldhúsinu með svo litríka …
Það getur aldrei verið leiðinlegt í eldhúsinu með svo litríka leppa sér við hönd. Albertieldhusinu.com

Albert Eiríksson fagnaði fimm ára afmæli matarbloggsins síns í síðustu viku. Ásta Snædís frænka hans sendi honum sérlega litríka og hressa pottaleppa af tilefninu enda eru góðir pottaleppar mjög mikilvægir í öllum eldhúsum. Þessir pottaleppar verða þó seint toppaðir enda ákaflega glaðlegir – eins og Albert sjálfur.

„Ásta Snædís frænka mín sendi mér hommapottaleppa í afmælisgjöf. Það eru hennar orð að þetta séu hommapottaleppar. Það þarf vart að taka það fram að pottalepparnir glöddu afar mikið. Ætli þeir verði ekki sparipottaleppar, mætti segja mér það,“ segir Albert alsæll með glaðninginn en Ásta hannaði og heklaði leppana sjálf.

Albert bloggar eins og gourmet-unnendum er kunnugt á síðunni Alberteldar.com.
Albert bloggar eins og gourmet-unnendum er kunnugt á síðunni Alberteldar.com. Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert