Beljuveski vinsæl í Vínbúðinni

Afhverju að mæta með vínkassa þegar þú getur mætt með …
Afhverju að mæta með vínkassa þegar þú getur mætt með vínveski?

Viðskiptavinir Vínbúðarinnar hafa ef til vill rekið augun í skemmtileg veski sem nú fást í versluninni. Veskin eru í raun og veru nýstárleg útfærsla á vínkössum eða hinum svo kölluðu vín-beljum sem innihalda léttvín í pokum með stút. Beljurnar hafa lengi vel átt undir höggi að sækja sökum þess að ekki þykir nægilega smart að mæta í boð með slíkan kassa með sér. Nú má með sanni segja að hægt sé að bera höfuðið hátt þegar þessum grip er slengt á borðið í næsta boði. Veskið hefur hlotið töluverða umfjöllun víða um heim en Daily Mail gekk svo langt að kalla vínveskið hina fullkomnu mæðragjöf. 

Kassarnir koma í þremur litum, svörtu, hvítu og bleiku og fer liturinn eftir innihaldinu; rauðvín, hvítvín eða rósavín. Vínið sem kallast Vernissage er framleitt í Frakklandi en vínin fengu öll viðurkenningu í The International Best wine in Box 2015. Burt séð frá viðurkenningum og bragði er útfærslan óneitanlega skemmtileg og lífgar upp á veisluborðið.

Rauðvínsveskið er svart og virkilega smart.
Rauðvínsveskið er svart og virkilega smart.
Þessi er á leið í partý með nesti og í …
Þessi er á leið í partý með nesti og í nýjum skóm.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert