Hvernig skal halda guacamole grænu?

Guacamole er bæði girnilegt og gott.
Guacamole er bæði girnilegt og gott. Skjáskot af Simply Recipes

Guacamole er mögulega ein besta sósa sem sögur fara af. Hún er svo sem ekki flókin í framkvæmd en oft vill það vefjast fyrir fólki hvernig á að geyma gullið svo það verði ekki brúnt. Lárperan, sem er megin -uppistaðan í guacamole, verður nefnilega brún þegar hún kemst í snertingu við súrefni, alveg eins og bananar, perur, epli og fleiri ávextir.

Blaðamaður Fox lagðist í mikla rannsóknarvinnu á dögunum og prófaði nokkrar aðferðir við að halda guacamole fersku og þær voru svohljóðandi:

Vatn. Þessi aðferð gengur út á að láta guacamole-ið liggja í vatni. Þetta heppnaðist jafn illa og það hljómar. Forláta guacamole breyttist í velling. Þessi aðferð er ekki til eftirbreytni.

Lime safi. Að setja vel af lime safa áður en þú stingur guacamole í kæli. Athugið að ekki er sett neitt annað yfir. Þetta gaf góða raun en fyrir þá sem eru ekki hrifnir af lime er þetta kannski ekki góðu hugmynd. En fagurgræn áferðin hélst.

Olía. Prófað var að setja bragðlausa olíu á guacamole-ið og það gaf nokkuð góða raun. Hins vegar breyttist áferðin nokkuð mikið við olíugljáann sem kannski passar ekki alveg.

Plastfilma. Þetta virkaði best. Passið bara að lofttæma eins og kostur er. Best er að leggja filmuna beint ofan á guacamole-ið og lofttæma alveg þannig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert