Ástarhátíð á Austur Indiafjelaginu

Chandrika Gunnarsson og eiginmaður hennar eiga einnig veitingahúsakeðjuna Hraðlestin sem …
Chandrika Gunnarsson og eiginmaður hennar eiga einnig veitingahúsakeðjuna Hraðlestin sem notið hefur mikilla vinsælda. mbl.is/Árni Sæberg

Chandrika Gunnarsson er mörgum kunnug en hún á og rekur hin vinsæla veitingastað Austur Indiafjelagid ásamt eiginmanni sínu. Veitingahúsið hefur ratað inn í mörg virtustu tímarit heims og ku laxinn þar á bæ vera einn sá besti sem völ er á. Louis Vutton City-guide dásamar staðinn í bak og fyrir líkt og Lonly Planet og fleiri.

Matarvefurinn heyrði í eiganda staðarins og spurði út í guðdómlegan hátíðarmatseðil sem fer í gang á fimmtudaginn en þá hefst Holi-hátíðarmatseðill á veitingahúsinu. „Holi er lífleg og litrík vor- og gleðihátíð. Hátíðin er bæði tileinkuð ástinni, fullu tungli og litríkum mat. Hátíðinni er fagnað um allt Indland en fólk byrjar gjarnan morguninn á því að heimsækja vini og ættingja og færa því sætmeti. Margir klæðast hvítu og kasta litríku dufti yfir hvort annað. Hátíðin stendur yfir í 2-3 daga og er mjög gleðileg og skemmtileg upplifun full af litríkum og góðum mat,“ segir Chandrika en Holi-matseðillinn verður á boðstólnum næstu vikur hjá Austur Indiafjelaginu en matseðilinn er einn sá vinsælasti yfir árið.

Litríkur matur af Holi-matseðli Austur Indiafjelagsins.
Litríkur matur af Holi-matseðli Austur Indiafjelagsins.

Aðspurð um hvert sé leyndarmál Austur Indiafjelagsin en veitingahúsið fagnar nú 25 starfsári sínu, svara Chandrika „Stöðugleiki. Hvort sem það er í gæðum matarins eða þjónustu þá verður verður fólk að vita að það gangi alltaf að sömu gæðum. Afslappað og hlýlegt andrúmsloft spilar einnig stórt hlutverk.“

Hvað var það fyrsta sem þú lærðir að elda?
„Ég hef alltaf trúað því að ef þú elst upp við að borða góðan mat munt þú læra að elda góðan mat. Ég lærði því matargerð mest megins af ömmu minni sem fylgdist náið með mér og sagði mér til. Ég er alin upp á grænmetisfæði þar sem eggaldinréttir, karrýréttir, kókoschuntey, krydduð hrísgrjón, chappatis og agúrku-jógúrtsósa voru í aðalhlutverki.“

Ef þú mættir bara kaupa 3 krydd til að elda með út árið – hvaða krydd væru það?
Garam masala, chillí og cumin. Að því gefnu að það sé nóg til af engifer, lauk og hvítlauk.“

Hver er uppáhalds rétturinn þinn?
Erfið spurning. Það eru nokkrir réttir en í augnablikinu myndi ég segja Hariyali laxinn. Það er reyndar einn vinsælasti rétturinn okkar svo valið kemur kannski ekki á óvart. Annars myndi ég panta kottayam fiskikarrí.“

Hvað myndir þú aldrei borða?
„Ég er mjög vandasöm í vali svo það eru þó nokkuð margir hlutir. Ætli það væri ekki svínakjöt í hvaða mynd sem er sem ég myndi forðast hvað mest,“ segir Chandrika spennt fyrir litríkum mat og gleðinni sem fylgir ástarhátíðinni ljúfu.

Chandrika stendur sjálf reglulega vaktina á staðnum en matreiðslumenn staðarins …
Chandrika stendur sjálf reglulega vaktina á staðnum en matreiðslumenn staðarins koma allir frá Indlandi svo Chandrika getur vel sleppt tökunum á eldhúsinu til að einbeita sér að öðrum hliðum reksturins.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert