Matarmarkaður og girnilegt pub-quiz

Eirný Sigurðardóttir og Hlédís Sveinsdóttir verða í banastuði á matarmarkaðnum. …
Eirný Sigurðardóttir og Hlédís Sveinsdóttir verða í banastuði á matarmarkaðnum. Fyrir aftan þær er hamborgarabílinn Tuddi sem selur borgara beint frá bónda.

Hlédís Sveinsdóttir, einn af aðstandendum Matarmarkaðarins í Hörpu sem fram fer um næstu helgi, er með vatn í munninum yfir dagskránni. Í ár verða þó nokkrar nýjungar til dæmis Breiðdalsbiti, Sölva súkkulaði og hráfæði frá Silvíu. Einnig verður boðið upp á Pub Quiz sem fjallar eingöngu um mat og drykk en það er Ólafur Örn Ólafsson úr sjónvarpsþáttunum Það er kominn matur, sem stýrir keppninni.

Hverju ert þú spenntust fyrir?

„Markaðsmömmur geta ekki gert upp á milli framleiðenda, þeir eru allir frábærir á sinn hátt en ég hlakka alltaf til mannlífsins á markaðnum. Það er alveg einstök stemning sem myndast á svona mörkuðum, einhver andi sem erfitt er að lýsa. Svo auðvitað að hitta alla framleiðendurna. Við erum vön að setjast saman eftir laugardaginn, deila veitingum saman og spjalla í smá stund. Það er voða notalegt. Gott að framleiðendur tali saman, oft kemur meiri að segja eitthvað magnað samstarf út úr því.“

Hlédís er spennt fyrir helginni sem verður bæði girnileg og …
Hlédís er spennt fyrir helginni sem verður bæði girnileg og skemmtileg. mbl.is


Hvað heldur þú að muni koma mest á óvart í ár ?

„Ég er mjög spennt fyrir því hvað Gísli Matt kokkur ætlar að gera við gulræturnar. Hann ætlar að sýna fram á fjölbreytileika íslensku gulrótarinnar á Slow food-básnum. Mér finnst íslenska gulrótin ólík öðrum gulrótum, hún er svo miklu sætari og safaríkari. Við erum svo heppin með vatn auðvitað og jarðveg. Ég skil ekki að við séum að flytja inn gulrætur t.d. frá Hollandi. Jarðlega Hollands og vatnsgæðin í framhaldi er þannig að erfitt er að ná sömu gæðum og hér heima. Það er með öllu óskiljanlegt að ekki sé slegist um hverja einustu gulu rót sem upp kemur úr íslenskri mold. Skora á þau ykkar sem haldið að gulrætur séu ekki góðar að gefa þeim annan sjéns á markaðnum. Þær gætu komið á óvart.

Svo eru auðvitað alltaf nýjungar, bæði nýir framleiðendur og svo nýjar vörur hjá reynsluboltum. Við erum með snakk úr gullauga, hlakka til að smakka það. Breiðdalsbiti kemur í fyrsta skipti. Silvía hráfæði, ég hef reyndar oft keypt frá þeim en ekki spjallað við þá framleiðendur og hlakka til þess að hitta þær og gefa þeim „high five“ fyrir framtakið, Sölva súkkulaði er líka að koma nýtt inn á markaðinn – það segir sig sjálft að þar sem er súkkulaði þar er gott að vera.“

Er pub quizið bara fyrir þá sem starfa í iðnaðnum eða eiga áhugamenn séns?

„Nei alls alls ekki. Pub Quizið er fyrir alla og langömmu þeirra. Þetta snýst fyrst og fremst um að hafa gaman saman. Akkúrat passlegt að koma og versla á laugardaginn og enda svo á smá spurningaleik kl 17.17. Nú verður opið á milli, þannig að Smurstöðin verður hluti af markaðnum. Enda er veitingafólkið þar duglegt við að bjóða upp á mat úr hráefnum frá framleiðendum sem taka þátt eða hafa tekið þátt í mörkuðunum hjá okkur. 

Gestir á Pub Quiz fá hressingu frá Ölgerðinni við komu, þeir fyrstu alla vega, meðan birgðir endast. Svo er klassísk 16. spurning sem inniheldur hressingu fyrir þau sem svara henni rétt. Þetta verður rosa stuð,“ segir Hlédís og lofar girnilegum og frumlegum markaði þar sem allir finna eitthvað við sitt hæfi. 

Eirný Sigurðardóttir og Hlédís Sveinsdóttir standa fyrir matarmarkaðnum í Hörpu.
Eirný Sigurðardóttir og Hlédís Sveinsdóttir standa fyrir matarmarkaðnum í Hörpu.
Mikið af gestum matarmarkaðsins og seljendum mæta ár eftir ár.
Mikið af gestum matarmarkaðsins og seljendum mæta ár eftir ár. mbl.is
Matarmarkaðurinn er í Hörpu helgina 18 - 19 mars.
Matarmarkaðurinn er í Hörpu helgina 18 - 19 mars. mbl.is
Það er alltaf góð stemming á markaðnum.
Það er alltaf góð stemming á markaðnum. mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert