Ekki henda parmesan-endanum

Parmesanosturinn er mikilvægur í ítalskri matargerð og sannkallað lostæti.
Parmesanosturinn er mikilvægur í ítalskri matargerð og sannkallað lostæti. Skjáskot bbc.co.uk

Parmesanostur er mikið lostæti. Hvort sem er yfir ítalaska rétti, salat eða hreinlega einn og sér. Flestir kannast við leiðinlega harða endann sem verður eftir þegar búið er að skera mýkri hluta ostsins frá. Alger óþarfi er að henda endanum því hann er hinn besti bragðbætir í súpur og sósur. Ég set hann til dæmis gjarnan í ítalskar tómatpastasósur á seinni stigum eldamennskunar og leyfi endanum að malla með sósunni dágóða stund. Osturinn gefur gott bragð og er svo veiddur upp úr áður en sósan er borin fram.

Parmesanosturinn sem flestir kannast við er sagður vera konungur meðal …
Parmesanosturinn sem flestir kannast við er sagður vera konungur meðal ítalskra osta. Hér er mynd frá ostagerðinni Consorzio Produttore Latte rétt utan við Parma á Norður-Ítalíu. Verið er að koma ostunum í mót. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert