Nýjasta undratækið er algjört rusl

Flippin fantastic er algjört klúður.
Flippin fantastic er algjört klúður. mbl.is/radgears.com

Áttu 14 börn og eyðir hálfum sunnudeginum við að steikja ofan í þau pönnukökur? Vandamálið er leyst með þessu nýja undratæki sem kallast Flippin Fantastic. Um er að ræða sérlega sílikonmótmottu sem fer ofan í pönnuna og býr til fullkomlega stór hólf undir deigið. Mótinu er svo hreinlega snúið við með einu handtaki. Eða hvað?

Undratækið hefur verið auglýst grimmt í bandarísku sjónvarpi síðustu vikur en ekki er allt sem sýnist. Við  á Matarvefnum vorum heilluð af þessu undratæki sem á einnig að vera fullkomið til að steikja egg, gera litlar eggjakökur og margt fleira. Eftir að hafa rannsakað mottuna góðu í þaula kom í ljós að hún er í raun algerlega misheppnuð. Ansi áhugaverðar niðurstöður þeirra sem prufuðu mótið má sjá hér að neðan. Það sýnir að það margborgar sig að lesa sér til um nýjar vörur áður en þær eru keyptar. Það kemur líka vel í ljós á athugasemdakerfi Amazon að þessi undragræja er ákaflega slöpp.

Sunsella er aftur á móti svipuð vara sem fær góðar umsagnir.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert