Innbakaður camembert á veisluborðið

Þessi réttur er líklega sá auðveldasti sem hægt er að …
Þessi réttur er líklega sá auðveldasti sem hægt er að hugsa sér. mbl.is/Kristinn Magnússon

Smáréttir eru í margra huga mjög smart og góð lausn í veislum. Þá skiptir öllu máli að vera vel skipulagður og plana veisluna vel. Marga smárétti má útbúa með góðum fyrirvara og mikilvægt er að hafa sem minnst að gera á veisludaginn sjálfan því þá ber að fagna eftir bestu getu. Hér er komin sniðug uppskrift að einföldum innbökuðum camembert frá Anítu Ösp Ingólfsdóttur.

1 vænn camembert
Rifsberjagel eftir smekk (sulta)
Smjördeig 1 pakki 
Smjör

Camembertinn er skorinn í tvennt á þykktina, skorinn út hringur í miðjuna og hún fyllt með rifsberjageli.

Smjördeig er svo flatt út þunnt (eða keypt útflatt) osturinn settur í miðjuna og gelið í miðjuna á ostinum, kantarnir á smjördeiginu eru síðan penslaðir með eggi áður en annað lag af smjördeigi er lagt yfir og er það svo líka penslað með smjöri, deiginu er þrýst saman á köntunum.

Þetta er svo bakað í ofni á 200°C í 8-10 mínútur.

Athugið, mjög auðvelt er að brenna sig á ostinum ef maður getur ekki beðið eftir að hann kólni örlítið.

mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert