Einfaldur en ómótstæðilegur kjúklingur

Girnilegur er hann – og syndsamlega einfaldur.
Girnilegur er hann – og syndsamlega einfaldur. Ljósmynd / Food 52

Kvöldmaturinn þar ekki að krefjast mikillar útsjónarsemi en þessi kjúklingauppskrift er virkilega einföld en jafnan mjög bragðgóð. Við mælum með einföldu meðlæti á borð við hrísgrjón eða salat. Mögulega kalda og ferska sósu úr sýrðum rjóma (með salti, pipar og sítrónu) eða sætkartöflumús.

Kjúklingur getur eiginlega ekki klikkað og þessi uppskrift er svo skemmtilega auðveld að allir ráða við hana.

Uppskrift

  • 1 kjúklingur við stofuhita
  • 1 sítróna, skorin í tvennt
  • 4 hvítlauksgeirar
  • 4 msk. smjör
  • Sjávarsalt – eftir smekk
  • Ferskur svartur pipar – eftir smekk
  • 2 dl kjúklingasoð, vatn, ávaxtasafi eða afgangsléttvín

Aðferð

  1. Hitið ofninn upp í 240 gráður. Fyllið kjúklinginn með sítrónunni, hvítlauknum og smjörinu – ásamt salti og pipar.
  2. Saltið og piprið fuglinn að utan líka.
  3. Setjið kjúklinginn á bakið í eldfast mót og bakið í 50-60 mínútur. Eftir tíu mínútur eða svo skaltu ýta við kjúklingnum með viðarsleif svo hann festist ekki við eldfasta mótið.
  4. Takið kjúklinginn úr ofninum. Lyftið honum varlega upp þannig að allur safinn renni úr honum í eldfasta mótið.
  5. Búið til einfalda soðsósu úr vökvanum með því að sjóða hann niður um helming. (Þetta er einungis valkostur).
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert