Matarmikið og djúsí tofu-salat

Stórkostlega bragðmikið og litríkt salat.
Stórkostlega bragðmikið og litríkt salat. mbl.is/Bergrún Mist

Bergrún Mist Jóhannesdóttir er sælkeri af guðsnáð. Matarvefurinn sló á þráðinn til Bergrúnar og forvitnaðist um nýjustu eldhúsafrek hennar.

„Þegar ég varð grænmetisæta hafði ég aldrei smakkað tófu og hvað þá hafði ég trú á að ég gæti matreitt það sjálf svo gott væri. Eftir að hafa skoðað nokkrar aðferðir og uppskriftir ákvað ég þó að prufa og útkoman í fyrstu tilraun góð og svo betri og betri eftir því sem tilraunirnar jókst. Ég held að flestir séu sammála um að það mikilvægasta í tófú matreiðslu sé að pressa tófúið og að krydda það vel, maður getur svo ýmist steikt það á pönnu eða sett í ofninn. Í þetta skiptið bar ég tófúið fram með fersku salati, edamame baunum og vegan wasabi mayo. Maður getur nálgast vegan mayo t.d í Gló, Hagkaup og Krónunni eða gert það sjálfur úr kjúklingabaunavökva og olíu. Edamame baunir fékk ég hýðislausar í Krónunni.“

Ferskt hráefni skiptir öllu máli við matargerð af þessu tagi.
Ferskt hráefni skiptir öllu máli við matargerð af þessu tagi. mbl.is/Bergrún Mist

Tófú salat fyrir tvo:

Salat:
spínat
rauðkál
hvítkál
2 gulrætur
búnt af kóríander
vorlaukur
2 msk kasjúhnetur
1 dl edamame baunir

Blandið saman spínati, rauðkáli og hvítkáli í þeim hlutföllum sem þið viljið, saxið niður gulrætur, vorlauk og kóríander og skiptið á tvo diska. Sjóðið frosnar og hýðislausar edamame baunir í nokkrar mínútur með smá klípu af salti, sigtið og bætið þeim á diskana. Toppið salatið með kasjú hnetum.

Wasabi mayonnaise:

2 msk vegan mayonnaise t.d just mayo (Gló) eða veganaise frá follow your heart (Krónan)
1 tsk tamari sósa
1/2-1 tsk wasabi paste

Tófú:

1 pakki tófú 
2 msk tamari sósa
2 msk sweet chilli
1 tsk sesamolía
safi úr 1/2 lime
þumall af engifer
hálfur hvítlaukur
sesamfræ

ég pressa engiferið og hvítlaukinn í hvítlaukspressu.

Byrjið á að pressa tófúið, ég pressa mitt með því að láta það á milli tveggja skurðbretta, umvafið tauklút og læt þunga bók ofan á í 20-30 mín. Skerið tófúið svo í strimla og steikjið uppúr smá olíu þar til það er orðið gullið á báðum hliðum. Blandið saman innihaldsefnunum hér að ofan og hellið yfir tófúið og steikið við vægan hita í nokkrar mínútur.

Fullkomin kvöldverður.
Fullkomin kvöldverður. mbl.is/Bergrún Mist
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert