Sumarsmellurinn í ár: Mojito-pinnar!

Það verður stemning í Nauthólsvíkinni í sumar.
Það verður stemning í Nauthólsvíkinni í sumar. Ljósmynd/Tasting Table

Nú er sumarið alveg að koma og ekki úr vegi að undirbúa sig örlitið. Mojito er alltaf klassískur og nú er hægt að flippa örlítið og búa til brakandi ferska (og rammáfenga) Mojito-pinna sem við erum sannfærð um að verði heitasta trendið í sumar.

Flókið er það nú ekki en nausynlegt er að eiga íspinnaform til að búa til klakana í. Auðvitað má taka aðra útfærslu á þetta og gera Mojito ísmola sem tilvalið væri að nota út í sódavatnið eða bara Mojitoinn... enda óþarfi að láta góðan svaladrykk vatnast út.

Uppskrift
  • 250 gr sykur
  • 500 ml vatn
  • ½ bolli af myntulaufum sem búið er að saxa gróft
  • 60 ml hvítt romm
  • 60 ml lime safi
  • 1 msk. lime-börkur

Aðferð

  1. Í potti skal blanda saman sykrinum, vatninu og myntunni. Látið suðuna koma upp og lækkið hitann og kælið uns allur sykurinn er uppleystur. Takið af hellunni og látið standa í 10 mínútur.
  2. Síið blönduna og bætið romminu, lime-safanum og berkinum saman við. Hellið í formin.
  3. Frystið í 6-8 klukkustundir og njótið vel.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert