Brownies með söltu karamellukremi og lakkrís

Svarta saltið gefur kökunum fallegt yfirbragð og góðan saltkeim sem …
Svarta saltið gefur kökunum fallegt yfirbragð og góðan saltkeim sem passar vel með karamellukreminu. mbl.is/eldhussogur.com

Dásemdar eldhúsdrottningin hún Dröfn hjá Eldhússögum nær hæstu hæðum með þessari frumlegu uppskrift af mjúkum og djúsí brownies með íslensku hraunsalti. 

Uppskrift
  • 250 g smjör
  • 
4,5 dl sykur
  • 
2 dl kakó
  • 
4 tsk. vanillusykur
  • 
4 egg
  • 
3 dl hveiti
saltað “fudge”-karamellukrem með lakkrís
  • 1 ½ dl rjómi
  • 200 g Marabou-súkkulaði með saltlakkrís (eða suðusúkkulaði) 
  • ½ tsk. smjör
  • Svart lava-flögusalt (frá Urtu)
Ofn stilltur á 175 gráður við undir- og yfirhita. Smjörið brætt í potti og potturinn tekinn af hellunni. Sykri, kakó, vanillusykri og eggjum bætt út í pottinn og hrært með písk. Loks er hveiti bætt út og hrært þar til deigið er orðið slétt.

Ferkantað bökunarform sem er um það bil 35 x 25 cm er smurt að innan (gott að klæða formið með bökunarpappír) og deiginu hellt í formið. Bakað við 175 gráður í um það bil 20-25 mínútur (kakan á að vera dálítið blaut þegar hún er tekin út), kakan er látin kólna í forminu.

Kremið: Rjóminn er settur í pott og látinn ná suðu, þá er slökkt undir pottinum. Súkkulaðinu og smjörinu er bætt út í pottinn og látið bráðna, hrært í pottinum á meðan.

Þá er kreminu hellt í skál og kælt í ísskáp þar til kremið er passlega þykkt (tekur um það bil 1-2 klukkustundir).

Kreminu er dreift yfir kökuna og hún sett í kæli ef kremið þarf að stífna meira. Áður en kakan er borin fram er saltflögunum stráð yfir hana. Þessi kaka er helst góð í nokkra daga.
Hver myndi afþakka þessar dýrðardúllur?
Hver myndi afþakka þessar dýrðardúllur? mbl.is/eldhussogur.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert