Eldhús Sendiráðsins sérlega vel heppnað

Eyjan er úr IKEA en var sprautuð að nýju með …
Eyjan er úr IKEA en var sprautuð að nýju með fílagráum lit. Borðplatan og barborðið eru úr Fanntófelli og glerveggurinn er smíðaður af Suðulist. Ljósmynd/Reitir

Eldhús eru oft aðalstaðurinn í partýum og það sama á einnig við um vinnustaði. Það getur gjörbreytt stemningunni á vinnustaðnum að geta boðið upp á góða og hlýlega eldhúsaðstöðu og við rákumst á þessar myndir af eldhúsi vefstofunnar Sendiráðsins en húsnæðið er í eigu fasteignafélagsins Reita.

Það er innanhúsarkitektinn Hanna Stína sem á heiðurinn af hönnuninni. „Þetta er stórt og opið rými þannig að það var upplagt að stúka það niður með eldhúsinu. Eins er líka góð fundaraðstaða. Þetta er vinnustaður þar sem mikil sköpun er í gangi þannig að umhverfið mátti ná aðeins út fyrir hið hefðbundna form. Þægindi skipta líka máli og eins að það væri góð vinnuaðstaða í eldhúsinu. Þetta er ekki dæmigert mötuneyti heldur hugsað þannig að fólk geti komið með sinn eigin mat og hitað upp eða útbúið. Eins býður þetta upp á að fá matreiðslumenn við hátíðleg tilefni. Má eiginlega segja að þetta sé þar sem heimiliseldhúsið skarast á við veitingastaðaeldhúsið. Nokkurs konar millivegur. Það eru barstólar og barborð, bekkir og útlitið minnir ögn á veitingastað en stemningin er heimilisleg,“ segir Hanna Stína en það er áhugaverð þróun hjá vinnustöðum að leggja meiri áherslu á eldhúsaðstöðuna og að starfsmenn geti komið með sinn eigin mat sé því að skipta og borðað í huggulegu umhverfi.

Hér gefur að líta sérsmíðaðan sófabekk frá Siffa bólstrara. Notað …
Hér gefur að líta sérsmíðaðan sófabekk frá Siffa bólstrara. Notað er gull-leðurlíki sem kemur virkilega vel út. Borðin eru sérsmíðuð hjá Happy Furniture. Ljósmynd/Reitir
Teppaflísarnar eru frá Stepp og hér er búið að klæða …
Teppaflísarnar eru frá Stepp og hér er búið að klæða súluna með sófabekkjum sem kemur ákaflega vel út. Ljósmynd/Reitir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert