Súkkulaðikakan sem ótrúlegasta fólk stynur yfir

Súkkulaðitertan góða er vegan og glúteinlaus.
Súkkulaðitertan góða er vegan og glúteinlaus. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Margir hafa beðið spenntir eftir fimmtu hrátertunni frá Kaja Organic ehf. sem er loksins komin í sölu. Matarvefurinn blikkaði Karen Jónsdóttur eða Kaju sjálfa eins og flestir kalla hana til að deila með okkur uppskriftinni af tertunni sem er syndsamlega góð. Jafnvel hörðustu blaðamenn hér á Morgunblaðinu sem vilja ekkert með hráfæði hafa seildust í sneið með tilheyrandi ánægjuhljóðum. 

Hnetusmjörs- & súkkulaðitertuna er fáanleg í smásölupakkningum, en fyrir þá sem vilja fá sér eina sneið með kaffinu er ljómandi að líta við hjá Systrasamlaginu á Óðinsgötu. „Við systur erum sammála um að þessi frábæra terta færi okkur fjórðu víddina. Við erum alsælar með hana. Bragðgóð og stenst allar kröfur um bragð og besta innihaldið.  Okkur finnst hún best með góðum Systrasamlags lækninga-jurtalatte,“ segja systurnar 

Systurnar Jóhanna Kristjánsdóttir og Guðrún Kristjánsdóttir elska góðar og hollar …
Systurnar Jóhanna Kristjánsdóttir og Guðrún Kristjánsdóttir elska góðar og hollar tertur. Eggert Jóhannesson

Botn

1 bolli spænskar möndlur ( skiptir miklu máli) 
½ bolli léttristaðar kókosflögur
½ bolli sólblómafræ
1 og 1/3 bolli Blue Thomson rúsínur
¼ bolli kakó 10-12% kakósmjör
1-2 tsk vatn
Allt sett í matvinnsluvél þar til að hráefnin loða saman, þjappað saman í 20-24cm smelluform

Fylling 1

3 bollar kasjúhnetur
1 bolli vatn
1 bolli hlynssíróp
1 tsk vanillu borbon
¼ tsk Fleur de sel sjávarsalt
1 bolli kókosolía bragð og lyktarlaus
2/3 bolli kakó

Aðferð: Kasjúhentur lagðar í bleyti í 2 tíma.  Kasjúhnetur og vökvi sett saman í blandara og maukað saman. Fljótandi kókosolía og afgangurinn settur út í blandaran og maukað saman þar til fylling er orðin silkimjúk.  Sett yfir botninn og inn í frysti á meðan fylling nr. 2 er gerð.

Fylling 2

1 ½ bolli kasjúhnetur
2/3 gróft hnetusmjör frá Monki
2/3 bolli vatn
2/3 bolli kókosolía bragð og lyktarlaus
¼ tsk Fleur de sel sjávarsalt

Aðferð: Kasjúhnetur lagðar í bleyti í 2 tíma. Vatn, síróp og kasjúhnetur sett í blandara og maukað saman, síðan hnetusmjör og kókosolía ásamt salti.

Form tekið út og fylling nr. 2 sett ofaná lag nr. 1. Sett í frysti yfir nótt. Tertan losuð úr forminu og sett á disk og súkkulaði toppur útbúin og settur ofaná.

Súkkulaði toppur

4 msk hlynssíróp
4 msk gróft möndlusmjör Monki
2 msk kakó
4 msk vatn
Allt sett saman í blandara og hellt yfir.

Jurtalatte eru vinsælir í Systrasamlaginu sem og kaffidrykkir með rósablöðum. …
Jurtalatte eru vinsælir í Systrasamlaginu sem og kaffidrykkir með rósablöðum. Fallegt og gott! mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert