Íslenskt krydd í útrás

Norðmenn hafa eins og Íslendingar tekið kryddinu fagnandi og salan …
Norðmenn hafa eins og Íslendingar tekið kryddinu fagnandi og salan hefur farið vel af stað í Noregi að sögn Kristínar.

Sala er hafin á íslenska Bezt á-kryddinu í Noregi en kryddið hefur lengi vel verið vinsælt hérlendis og er framleitt hér á landi. „Við erum afar stolt og ánægð að flytja Bezt á-kryddið til Noregs þar sem það er komið í sölu í sérvöldum matvöruverslunum og á vefsíðunni kryddis.no. Norðmenn hafa eins og Íslendingar tekið kryddinu fagnandi og salan hefur farið vel af stað í Noregi. Norðmenn spá mikið í að kryddin sem þeir kaupa séu gæðavara eins og Bezt á sem er án allra aukefna,“ segir Kristín J. Rögnvaldsdóttir, viðskiptastjóri hjá John Lindsay.

Til eru 8 tegundir af Bezt á-kryddinu sem eru á lambið, nautið, kjúklinginn, kalkúninn, svínið, borgarann, hvítlauksblanda og fiskinn. „Fyrir páskana seljum við einna mest af Bezt á lambið og Bezt á kalkúninn. Sjálf held ég samt mest upp á Bezt á borgarann enda er fátt betra en góður hamborgari,“ segir Kristín.

greindum við frá því að kryddframleiðandinn Pottagaldrar væri að íhuga útflutning eftir að krydd frá fyrirtækinu var notað í hinu geysivinsælu þáttum SKAM.
Kalkúnakryddið er með því mest selda í Bezt á-vöruflokknum.
Kalkúnakryddið er með því mest selda í Bezt á-vöruflokknum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert