Þetta borðar Þorbjörg Hafsteins

Þorbjörg Hafsteinsdóttir, veitingakona í Yogafood Café.
Þorbjörg Hafsteinsdóttir, veitingakona í Yogafood Café. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þor­björg Haf­steins­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræðing­ur og nær­ingarþerap­isti, deilir hér tveimur af sínum uppáhaldsuppskriftum en Tobba eins og hún er kölluð rekur veitingastaðinn Yogafood í JL húsinu. Tobba gaf nýverið út bók en Smartlandið tók púlsinn á Tobbu í tilefni bókarinnar. Viðtalið má sjá hér.

Salatið er í miklu uppáhaldi hjá Tobbu.
Salatið er í miklu uppáhaldi hjá Tobbu.

Yogafood salat
2-4 skammtar

1 stór gul paprika skorin í strimla
1 poki af blönduðu grænum salatblöðum (200 gr.)
1 lítill haus af spergilkáli
1 poki klettasalat (200 gr.)
100 gr. bláber
50 gr. valhnetur
8 stk. mismunandi litir kirsuberjatómatar (ef ekki fáanlegt þá bara rauðir) skornir i tvennt eða í 4 parta.
1 dl soðnar svartar baunir (eða lífrænar úr dós, engan vökva með)
½ -1 pakki halloumi-geitarostur (fæst m.a. í Krónunni) eða buffallo-mozerella-ostur

Handfylli af basillaufum og önnur af myntu laufum. (Má sleppa og hafa 1 dl af edamame-baunum. Þú finnur þær í frystikistunni í flestum mörkuðum).

Dressing:
1 dl kaldpressuð ólífuolía
1 tsk. chili-olía
Safinn úr og rifinn börkur af 1 lífrænni sítrónu
¼ tsk. vanilluduft
1 msk. balsamico-edik
2 hnífsoddar cayenne-pipar
2 tsk. flögusalt
1 tsk. hunang
Nýmalaður svartur pipar/piparkvörn

Þetta gerir þú:

Skerðu eða rífðu spergilkálið í litla vendi. (Þú getur mýkt þá aðeins og hellt sjóðandi heitu vatni yfir þá í gegnum sigti og svo strax kæla með köldu vatni).

Hrærðu vel saman allt í salatdressinguna.

Blandaðu saman salati, klettasalati og baunum í stóra salatskál og bættu við öllu hinu. Raðaðu því flottu eins og þú vilt hafa það; spergilkál, tómatar, paprika, bláber og valhnetur, ostur skorinn í litla bita og kryddjurtirnar síðast. Rétt fyrir matinn er dressingunni hellt yfir salatið og því blandað vel saman.

Gott eitt og sér með góðu (glútenlausu) brauði eða sem meðlæti með fiski eða kjúklingi.

Tobba er mikill unnandi grænmetis og litríkrar fæðu.
Tobba er mikill unnandi grænmetis og litríkrar fæðu.

Ástar- og friðarbúst – 1 stórt glas

150 gr. frosið mango
½ banani
1 msk. hnetusmjör (má sleppa ef þú ert með ofnæmi)
1 dl kókos- eða möndlumjólk
1 dl kalt vatn
1 bréf GingerLove-duft
1 stk. ástaraldin

Allt sett í blandara í 30 sek.

Það er gott að vera með hollt millimál að nasla …
Það er gott að vera með hollt millimál að nasla í.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert