Gerðu eggin enn girnilegri

Góð egg eru gulli betri.
Góð egg eru gulli betri. Ljósmynd/TheKitchn

Fátt er betra á morgnana en góð eggjahræra. Möguleikarnir eru endalausir en þó á fólk það til að vera helst til vanafast þegar kemur að eggjunum sínum. Það eru þó til afskaplega einfaldar og meinlausar aðferðir við að uppfæra eggjahræruna og við lofum að það er algjörlega sársaukalaust að prófa.

1. Settu sódavatn í stað mjólkur og rjóma. Þetta hljómar snarundarlega en við hvetjum ykkur engu að síður til að prófa. Sódavatnið galdrar fram merkilegan léttleika í eggin sem erfitt er að leika eftir.

2. Settu sýrðan rjóma út í hræruna. Hvern hefði grunað hvílík áhrif sýrður rjómi gæti haft. Eins og að ofan skal sleppa rjóma og mjólk og setja sýrðan rjóma í staðinn. Við lofum því að hræran verður eins og kínverskur dúnkoddi - svo lungamjúk og yndisleg.

Þér er það alfarið í sjálfvald sett hvora aðferðina þú prófar fyrst en við hvetjum þig til að stíga út fyrir þægindarammann og halda út í óvissuna. Síðan leggjum við til að þú leggir pönnuna til hliðar ef þú býrð svo vel að eiga pönnu úr pottjárni. Þá skaltu hita hana vel upp án olíu. Síðan seturðu olíuna á og leyfir henni að malla í mínútu eða svo áður en þú skellir eggjahrærunni á. Stilltu þá hitann á lægstu stillingu og leyfðu eggjunum að klárast í rólegheitunum.

Ef þú vilt frekar hafa eggin soðin lumum við að sjálfsögðu á góðum ráðum. Það mikilvægasta er að kæla eggin um leið og þú tekur þau úr pottinum. Það stöðvar eldunina og tryggir að eggin séu nákvæmlega eins og þú vilt hafa þau. Það getur líka látið himnuna sem umvefur eggið hlaupa þannig að auðveldara sé að taka utan af egginu. Mundu einnig að þumalputtareglan er sú að því eldri sem eggin eru - því auðveldara er að taka skurnina af.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert