Laxaborgari með ananas og límónumajónesi

Girnilegt, ferskt og gott!
Girnilegt, ferskt og gott!

Hamborgari með ananas er nú kannski engin nýlunda en enn betra er að búa til hamborgara úr laxi og hafa væna ananassneið með. Límónumajónesið gerir máltíðina svo sérlega ferska.

Fyrir 1

200 g biti af laxi
ólífuolía
krydd að eigin vali fyrir laxinn
2 sneiðar af ferskum ananas
1 jalapenjo
lambhagasalat
2-3 þykkar sneiðar af avókadó
hamborgarabrauð
barbeque-sósa (má sleppa)

Kryddið laxinn með eftirlætiskryddinu ykkar. Penslið avókadóið og ananasinn með ólífuolíu.

Grillið laxinn í 10-12 mínútur eða þar til hann er fallega gylltur. Grillið einnig avókadóið og ananasinn, tekur svipaðan tíma en avókadóið er um 5 mínútur á grillinu.

Áður en meðlætinu er svo raðað á borgarann er líka hægt að skera avókadóið niður í litla bita. Þeir sem kunna að meta barbeque-sósu geta prófað að setja smávegis af henni á borgarann með límónumajónesinu.

Límónumajónes

3 msk. safi úr límónu
2 hvítlauksrif
1 tsk. hot sauce, helst Sriracha
nokkrar msk. ferskt kóríander, fínt skorið
1 bolli majónes
3 msk. sýrður rjómi
salt og pipar eftir smekk

Blandið öllu nema majónesinu og sýrða rjómanum saman í matvinnsluvél. Hrærið að lokum majónesinu og sýrða rjómanum varlega saman við. Kælið áður en þið berið fram. Gera má sósuna sterkari með því að bæta við meiri Sriracha en farið varlega.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert