Salatið sem er að setja heiminn á hliðina

Ljósmynd/Natashas Kitchen

Það vita flestir að salat er ekki bara salat. Salat getur verið ákaflega óspennandi en það getur líka verið eitt það allra dásamlegasta sem hægt er að leggja sér til munns. Það er líka alla jafna bráðhollt þannig að við hvetjum að sjálfsögðu alla til að borða sem mest af því.

Eitt salat sker sig þó úr þegar vinsælustu salöt heims eru skoðuð. Þetta girnilega tómata- og avókadósalat hefur sett netið á hliðina og trónir nú á toppnum sem vinsælasta salatið á Pinterest. Það er öfundsverður titill að bera og mikil gæðavottun.

Við deilum því þessari perlu með ykkur en hún kemur úr smiðju Natöshu nokkurrar sem heldur úti bloggsíðunni Natasha's Kitchen.

Ljósmynd/Natashas Kitchen

Tómata- og avókadósalat

  • 400 g roma-tómatar
  • 1 agúrka
  • 1/2 rauður laukur, skorinn í sneiðar
  • 2 avókadó, skorin í bita
  • 2 msk. extra virgin-ólífuolía eða sólblómaolía
  • safi úr einni sítrónu
  • 1/2 búnt af kóríander, saxað
  • 1 tsk. sjávarsalt
  • 1/8 tsk. svartur nýmalaður pipar

Blandið saman í skál og borðið með bros á vör.

Ljósmynd/Natashas Kitchen
Ljósmynd/Natashas Kitchen
Ljósmynd/Natashas Kitchen
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert