Of sterkt gin innkallað

Ekki er þó komið á hreint hvað gert verður við …
Ekki er þó komið á hreint hvað gert verður við hið innkallaða áfengi. Hvort það verður þynnt út og selt eða því hellt niður en við á Matarvefnum vonum innilega hið fyrrnefnda.

Áfengisyfirvöld víða í Kanada hafa innkallað töluvert magn af Bombay Sapphire London Dry gini sem talið er að innihaldi nánast helmingi meira áfengismagn en fram kemur á flöskunni eða 77% í stað 40%.

Áfengisframleiðandinn Bacardi, sem framleiðir m.a. Bombay Sapphire ginið, sagði mistökin hefðu átt sér stað í allt að 1000 kössum af 1,14 lítra flöskum sem lentu að sögn á færibandi til áfyllingar rétt á meðan verið var að skipta um áfyllingartanka og fyrir vikið var innihaldið ekki þynnt út nægilega mikið.

Þetta er í annað skipti á undanförnum vikum sem mistök á borð við þessi hafa átt sér stað en sömu áfengisyfirvöld innkölluðu í mars 654 flöskur af Georgian Bay vodka sem reyndust innihalda 81% áfengismagn í stað 40% eins og stóð á flöskunum.

Friðbjörn Pálasson vörumerkjastjóri Bombay á Íslandi segir að neytendur hérlendis þurfi þó ekki að örvænta því ólíklegt sé að hið ofursterka gin hafi borist hingað til lands. „Við á Íslandi erum ekki að vinna með þessa 1.14 lítra stærð svo hæpið er að eitthvað af þessum flöskum skili sér hingað en ef svo vill að einhver hefur keypt i Kanada og flutt til landsins þá munum við að sjálfssögðu bæta viðkomandi það. Því miður geta komið mistök komið fyrir allsstaðar en er þessi birgi með mjög strangar framleiðsluaðferðir svo miklar líkur eru að það áfengi sem verður innkallað verði fargað og ferlar fínpússaðir til að fyrirbyggja að svona geti komið fyrir aftur. En sem betur fer á allt Bombay Sapphire sem við erum með að falla undir alla gæðastanda, svo Íslendingar þurfa ekki hafa áhyggjur,“ segir Friðbjörn.

Friðbjörn vörumerkjastjóri og Heiðar Austmann útvarpsmaður á K100 sötra Bombay …
Friðbjörn vörumerkjastjóri og Heiðar Austmann útvarpsmaður á K100 sötra Bombay á góðu kvöldi.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert