Verður þetta nýjasta æðið?

Mikið er lagt upp úr öllum skynhrifum.
Mikið er lagt upp úr öllum skynhrifum. Ljósmynd/TeamLab

Svokallaðir fjöl-skynfæraveitingastaðir eru þessi dægrin að ryðja sér til rúms. En hvað eru fjöl-skynfæraveitingastaðir og hver í ósköpunum er tilgangurinn með þeim?

Á F.S.V. eða fjöl-skynfæraveitingastöðum er unnið út frá þeirri hugmyndafræði að matarneysla sé upplifun sem virki á fleiri skynfæri en bara bragðskynið og út frá því er unnið. Önnur skynfæri á borð við sjón, heyrn og lykt fá meira vægi og neysla matar verður að allsherjarupplifun.

Þessar myndir eru teknar á veitingastaðnum Sagaya en þar á bæ hafa menn verið að þróa hugmyndina í samstarfi við Team Lab.

Gestir upplifa umhverfið á mjög sérstakan hátt.
Gestir upplifa umhverfið á mjög sérstakan hátt. Ljósmynd/TeamLab
Borðið breytist í á þar sem fiskar synda.
Borðið breytist í á þar sem fiskar synda. Ljósmynd/TeamLab
Allt rýmið minnir helst á skógarrjóður.
Allt rýmið minnir helst á skógarrjóður. Ljósmynd/TeamLab
Áhugavert væri að prófa þetta.
Áhugavert væri að prófa þetta. Ljósmynd/TeamLab
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert