Varað við „avókadóhendi“

Avókadóskerinn er tilvalið áhald til að forðast meiðsli.
Avókadóskerinn er tilvalið áhald til að forðast meiðsli.

Breski skurðlæknirinn Simon Eccles vill að það verði sett viðvörun á avókadó vegna tíðra meiðsla sem hljótast af því að skera ávöxtinn. Hann segir að hann geri aðgerð fjórum sinnum í viku á sjúkrahúsinu í Chelsea og Westminster vegna slíkra áverka. Starfsfólk sjúkrahússins sé farið að kalla þetta „avókadóhönd“. Þó að ávöxturinn sé hollur er betra að fara að öllu með gát þegar verið er að skera hann.

Einnig eru til umdeildir avókadóskerar sem sumum finnst hin mesta peningasóun en aðrir dýrka og dá!

<a href="http://www.mbl.is/matur/frettir/2017/03/18/umdeildur_en_lekker_larperuskeri/" target="_blank">Sjá lekkera lárperuskerann hér.</a>
Avókadó er hið mesta lostæti en ekki þess virði að …
Avókadó er hið mesta lostæti en ekki þess virði að stórslasa sig. thinkstock/mbl.is
Skelina utan af avókadóinu má jafnvel nota sem litlar skálar …
Skelina utan af avókadóinu má jafnvel nota sem litlar skálar undir guacamole-ið. Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert