Þetta þarftu að vita áður en þú ferð í Costco

Hægt er að smakka yfir 25 matvörur á staðnum en …
Hægt er að smakka yfir 25 matvörur á staðnum en smakkstöðvar hafa verið settar upp víða um verslunina. mbl.is/Kristinn Magnússon

Matarvefurinn hefur farið og tekið út matvörudeild Costco í Kauptúni. Mikið er um nýja og framandi matvöru í bland við innlenda. Sem dæmi má nefna að mikið úrval er af íslensku kjöti. Vöruúrvalið kom ákaflega á óvart en þarna var allt frá Burberry-veskjum á yfir 140 þúsund krónur upp í álfíla fyrir 499 þúsund krónur. Einnig mátti þarna finna Under Armour-skó, Hugo Boss- og Ralph Lauren-fatnað, útileikföng, grill, útibari og mikið magn af tilbúnum mat, partýréttum og innfluttum ostum.

Innkauparáð:

1.Það er gott að vita að í Costco eru engir pokar og því er mikilvægt að taka með sér taupoka en einnig er hægt að fá kassa á afgreiðsluborðinu.

2.Ekki gera ráð fyrir því að allt sé ódýrara þarna en annars staðar. Gerðu verðsamanburð og vertu viss um að þú þurfir magnpakkningu. Kíló af ferskum berjum er ef til vill á góðu verði en sorglegt ef helmingurinn endar í ruslinu.

3.Þegar farið er að ná sér í körfu voru starfsmenn á svæðinu með blautþurrkur og sótthreinsuðu handfangið fyrir viðskiptavini. Það þótti okkur ákaflega smart. Einnig skal vanda kerruvalið. Ef kaupa á stærri vörur á borð við sjónvarp borgar sig að nota slíka vagna en ekki innkaupakerrur. 

4. Á afgreiðslukassanum er raðað í kassa fyrir þig. 

5. Passaðu strimilinn! Á leiðinni út vilja starfsmenn sjá strimilinn og telja hlutina og athuga hvort þeir passi við magnið í pokanum/kassanum.

6. Vertu viss um að þú komir matvörunni fyrir í kæli/skápum því mikið af henni kemur í stórum pökkum. Til dæmis eru granateplin seld í kössum – eða bara kjarnarnir í litlum boxum sem er mikið gleðiefni en slíkt hefur ekki áður fengist hérlendis.  

7. Allir sem versla í versluninni verða að vera með aðildarkort. Hver handhafi má þó taka með sér hámark tvo gesti en aðeins þeir sem eru með kort geta greitt fyrir vöru.

Útibarinn heillaði marga á svæðinu. Hann kostar 21.990 krónur.
Útibarinn heillaði marga á svæðinu. Hann kostar 21.990 krónur. mbl.is/TM
Granateplafræ hafa yfirleitt ekki fengist hérlendis þannig að búið sé …
Granateplafræ hafa yfirleitt ekki fengist hérlendis þannig að búið sé að skafa þau innan úr eplinu. mbl.is/TM
Hægt er að velja um alls konar tilbúinn mat.
Hægt er að velja um alls konar tilbúinn mat. mbl.is/TM
Ágætisúrval er af merkjavöru.
Ágætisúrval er af merkjavöru. mbl.is/TM
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert