Vinsælt eldhúsefni setur Ameríku á hliðina

Skurðstofur Landspítalans tengjast fréttinni ekki með beinum hætti.
Skurðstofur Landspítalans tengjast fréttinni ekki með beinum hætti. Þorkell Þorkelsson

Við eigum það til að taka hlutunum sem gefnum og átta okkur ekki á mikilvægi þeirra í stóra samhenginu... og hvert erum við að fara með þessu? Jú, í Bandaríkjunum er samkvæmt New York Times að skapast neyðarástand á sjúkrahúsum vegna yfirvofandi skorts á matarsóda.

Já, þið heyrðuð rétt. Matarsódaskortur á sjúkrahúsum vestanhafs er að valda því að valkvæðum aðgerðum hefur verið frestað og hafa sjúkrahús staðið frammi fyrir erfiðum ákvörðunum varðandi forgangsröðun lyfjagjafa.

Þrátt fyrir að nóg sé af matarsódanum í hefðbundnum verslunum þá kemur hann umtalsvert betur unninn frá lyfjafyrirtækjum og er bráðnauðsynlegur sjúklingum án þess að við förum nánar út í þá sálma hér.

Frétt New York Times um málið má nálgast hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert