Sumardrykkur sem toppar allt!

Þetta er vandræðalega fallegur drykkur.
Þetta er vandræðalega fallegur drykkur. Ljósmynd/TheCollegeHousewife.com

Sumir drykkir eru einfalega svo lekkerir að það er leitun að öðru eins. Þessi drykkur toppar flesta skala svo að ekki sé sterkar til orða tekið. Hann er sérlega fallegur, frumlegur og lekker, en lekkerheitin eru auðvitað sérlega mikilvæg.

Það er snjallt að sjóða rósasíróp og við mælum sannarlega með að þið prófið það. Hansarósir sem finna má í flestum íslenskum görðum ættu að henta vel til verksins og geyma má sykursíróp nokkuð lengi í kæli.

Ljósmynd/TheCollegeHousewife.com

Rósamargaríta

  • 60 ml grapesafi, síaður
  • 60 ml sítrónusafi, síaður
  • 60 ml limesafi, síaður
  • 5 msk. af rósasírópi
  • 150 ml gyllt tekíla
  • 90 ml Cointreau eða Grand Marnier
  • Rósavín
  • Mulinn ís


Rósasíróp

  • 240 ml sykur
  • 240 ml vatn
  • 5-10 rósablöð
  • 2 stórir bitar af sítrónuberki

Aðferð

  1. Setjið vatn og sykur saman í lítinn pott og hitið uns sykurinn er uppleystur. Bætið þá við sítrónuberki og rósablöðum og látið malla í þrjátíu mínútur eða svo. Síið og hellið í glerílát.

  2. Setjið safana, rósasírópið, tekíla og Grand Marnier í hristara. Setjið klaka í og hristið. Hellið jafnt í fjögur fögur glös. Toppið með muldum ís og dassi af rósavíni. 

Skál í boðinu!

Ljósmynd/TheCollegeHousewife.com
Ljósmynd/TheCollegeHousewife.com
Ljósmynd/TheCollegeHousewife.com
Toppið með rósavínsdreitli.
Toppið með rósavínsdreitli. Ljósmynd/TheCollegeHousewife.com






mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert