Dolce&Gabbana og Smeg í samstarf

Hrærivélarnar eru ákaflega litríkar og sannkallað listaverk.
Hrærivélarnar eru ákaflega litríkar og sannkallað listaverk. mbl.is/dg.com

Dolce&Gabbana og raftækjaframleiðandinn Smeg kynntu nýverið samstarfsverkefnið Sicily Is My Love, þar sem hönnuðirnir, sem njóta vinsælda bæði í tísku- og hönnunarheiminum, hafa gefið út línu af eldhúsvörum sem á að sameina fágun og ítalskan uppruna merkjanna. Þetta er í annað sinn sem Smeg leitar til tískurisans um hönnun á heimilistækjum en von er á gúmmelaðinu í lok árs. Í línunni er meðal annars að finna hraðsuðuketil, ristavélar, ísskápa og hrærivélar. Raftækin eru ákaflega litrík og sverja sig í stil Dolce&Gabbana en hver ísskápur er handmálaður og því enginn eins. Ísskáparnir munu kosta frá 5 milljónum en Eirvík umboðsaðili Smeg á Íslandi mun selja stærri heimilistæki á borð við ísskápa en minni tækin verða að öllum líkindum fáanleg í Hrím í lok árs. 

Ísskáparnir verða allir handmálaðir og enginn þeirra eins. Áætlaður kostnaður …
Ísskáparnir verða allir handmálaðir og enginn þeirra eins. Áætlaður kostnaður er frá 5 milljónum. mbl.is/dg.com
Hver ísskápur er handmálaður.
Hver ísskápur er handmálaður. mbl.is/dg.com
Dolce&Gabbana línan mun kosta töluvert meira en hin hefðbundna lína …
Dolce&Gabbana línan mun kosta töluvert meira en hin hefðbundna lína frá Smeg. mbl.is/dg.com
Þessi hraðsuðuketill er hress!
Þessi hraðsuðuketill er hress! mbl.is/dg.com
mbl.is/dg.com
mbl.is/dg.com
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert