Sjáðu grænmetið á Flúðum

Þessi risavaxna basilíka kostaði 350 krónur.
Þessi risavaxna basilíka kostaði 350 krónur. mbl.is/TM

Við aðalgötuna á Flúðum er að finna ákaflega skemmtilega gróðrarstöð sem selur guðdómlegt grænmeti og ávexti. Lengi vel var aðeins agnarsmátt gróðurhús við veginn sem kallaðist Brúsapallur og seldi gúmmelaði sem greitt var fyrir með því að setja pening í bauk fyrir því sem var keypt. Þarna mátti gjarnan finna ýmiss konar salat, tómata, kryddplöntur, agúrkur, ber og sumarblóm á sumrin. Nú er einungis að finna blóm í litla gróðurhúsinu en fyrir neðan það hefur opnað fyrirtaksverslun sem þó er rekin með sama persónulega sniðinu þar sem baukur tekur við greiðslu. Grænmetið á staðnum er engu líkt og oftast nær tröllvaxið! 

Spínatkálið er af stærri gerðinni. Einstaklega stökkt og gott.
Spínatkálið er af stærri gerðinni. Einstaklega stökkt og gott. mbl.is/TM
Kaup dagsins kostuðu rúmar 3.000 krónur og lifa enn góðu …
Kaup dagsins kostuðu rúmar 3.000 krónur og lifa enn góðu lífi í eldhúsglugganum. mbl.is/TM
Gróðurhúsið er fyrir ofan aðalgötuna á ská á móti Samkaupum.
Gróðurhúsið er fyrir ofan aðalgötuna á ská á móti Samkaupum. mbl.is/TM
mbl.is/TM
mbl.is/TM
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert