Fara í Costco og svo út að borða í Ikea

Costco-pizza er fáanleg í veitingasölu Costco.
Costco-pizza er fáanleg í veitingasölu Costco.

Eins og alþjóð veit liggur straumurinn í Costco sem þessa dagana býður spennt eftir nýrri sendingu enda verslunin nánast hálftóm. En glöggir hafa tekið eftir því að fólk virðist umvörpum bregða sér í Ikea að Costco ferðinni lokinni til að fá sér að borða. 

Boðið er upp á matarsölu í Costco en þó virðast gestir hafa takmarkaðan áhuga á að tylla sér það eftir verslunarferðina enda bara um almenningsrými með plastborðum og stólum að ræða. Sem er ágætt til síns brúks en hentar síður þegar fólk vill hafa það huggulegt. Þó er matsalan ágæt sem slík og margir sem nýta tækifærið og taka tilbúna pizzu með sér heim.

Því sjá margir sér leik á borði og fara yfir í Ikea sem er beint á móti Costco. Þangað mæta heilu herdeildirnar af fólki til að njóta þess besta sem ódýrasti veitingastaður landsins hefur upp á að bjóða. Ikea býður upp á mjög fjölbreyttan matseðil og ekki má heldur gleyma að þar er bar fyrir þá sem eru gjörsamlega bugaðir. 

Það er því greinilegt að fólk kann að tríta sig að verslunarferð lokinni og ekki annars að vænta en að Ikea sé hæstánægt með nábýlið við Costco. 

Ritstýra matarvefs mbl.is kampakát í veitingaröðinni í Costco.
Ritstýra matarvefs mbl.is kampakát í veitingaröðinni í Costco. mbl.is/Þóra
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert