Púkalegt sumarnammi frá Nóa

Silja Mist, vörumerkjastjóri hjá Nóa, segir piparæðið enn lifa góðu …
Silja Mist, vörumerkjastjóri hjá Nóa, segir piparæðið enn lifa góðu lífi. samsett mynd mbl.is/

Ef það er eitthvert sælgæti sem selst alltaf á Íslandi er það annars vegar lakkrís og hins vegar allt með pipardufti. Gott dæmi um ást landans á piparhúðuðum lakkrís voru Piparpúkarnir frá Nóa Siríus, en margir urðu fyrir vonbrigðum þegar þeir voru teknir af markaðnum fyrir nokkru síðan. En nú geta Íslendingar tekið gleði sína á ný því Silja Mist Sigurkarlsdóttir, vörumerkjastjóri hjá Nóa, segir að í sumar sé von á þessu uppáhaldsnammi margra aftur á markaðinn.

„Gömlu Piparpúkarnir voru teknir úr framleiðslu fyrir töluverðu síðan og það voru margir sem söknuðu þeirra. Þetta var mjög vinsæl vara hjá okkur og leiðinlegt að þurfa að taka hana af markaðnum.“

Silja segir að þau hafi fengið mikið af fyrirspurnum um Pipartrítlana undanfarna mánuði.
„Já, það hafa ótrúlega margir spurst fyrir um það hvort að það verði hægt að fá þá aftur. Það er nánast á hverjum degi sem við fáum spurningu eða ábendingu. Það hefur ekki stoppað, bæði á Facebook-síðu Nóa og á þjónustuborðinu hjá okkur. Við hlustum auðvitað á það og erum búin að vera að vinna að þessu í þó nokkurn tíma. Það er mjög gaman að geta sagt frá því að núna í sumar getum við loksins boðið Pipartrítlana aftur. Þeir mæta í verslanir þann 20. júní og það verða örugglega margir ánægðir með það.“ 

Silja segir Pipartrítla í raun nánast það sama og Piparpúka eða alla vega séu þeir náskyldir.
„Púkarnir koma aftur sem Pipartrítlar og verða hluti af Nóa-trítlafjölskyldunni. Pipartrítlarnir eru húðaðir með sama púkalega piparduftinu og áður svo að það er hægt að treysta því að þeir verða jafngómsætir og í minningunni.“

„Gömlu Piparpúkarnir voru teknir úr framleiðslu fyrir töluverðu síðan og …
„Gömlu Piparpúkarnir voru teknir úr framleiðslu fyrir töluverðu síðan og það voru margir sem söknuðu þeirra,“ segir Silja en gúmmelaðið kemur í verslanir í næstu viku.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert