Afmæliskaka sem slær í gegn

ljósmynd/aSubtleRevelry

Afmæliskökur geta skipt gríðarlega miklu máli og oft þarf bara matarvef mbl.is og lágmarksfærni til þess að geta framreitt stórkostleg meistarastykki. 

Þetta er eitt þeirra! Við erum að tala um köku sem er fyllt með góðgæti og er hreinræktað tilbrigði við Pinata-skraut. Fyrir þá sem ekki þekkja það þá er það fyllt pappadýr, t.d. asni sem afmælisgestir eiga síðan að slá í til skiptis þar til hann brestur og góðgætið fer út um allt, afmælisgestum til mikillar gleði. 

Hér er búið að baka köku og hola að innan. Síðan er hún fyllt með góðgæti og munið að það þarf ekki endilega að vera nammi heldur mættu það vera ávextir eða ljúffengt snarl. 

Uppskriftin er ekki flókin. Bara tveir pakkar af kökumixi, tvær dósir af kökukremi og skál til að baka í. Ekki er talað um neina sérstaka skál heldur bara ofnhelda skál þannig þið verðið að útvega ykkur eina slíka. Síðan þarf að forma kökuna, fylla með góðgæti og skreyta eftir kúnstarinnar reglum. 

Myndirnar segja meira en þúsund orð. 

ljósmynd/aSubtleRevelry
ljósmynd/aSubtleRevelry
ljósmynd/aSubtleRevelry
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert