Segir matinn ógeðslegan

mbl

Sjónvarpskokkurinn Gordon Ramsey er þekktur fyrir að taka stórt upp í sig og kallar ekki allt ömmu sína. Það þykja því stór orð þegar hann segist aldrei munu borða ákveðinn mat. En hvað er hann að tala um?

Það kann að koma mörgum á óvart en Ramsey er að tala um flugvélamat. Orðrétt segir hann: „Það er ekki f#%$%ng möguleiki að ég borði í flugvélum. Ég vann fyrir flugfélög í tíu ár þannig að ég veit hvar maturinn hefur verið, hvert hann fer og hversu langur tími leið frá því að hann var eldaður áður en hann fór í flugvélina.“

Sjálfur segist hann hrifnastur af því að fá sér úrval af ítölsku kjöti, glas af rauðvíni, niðurskorin epli eða perur með parmesanosti áður en hann fer í flug.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert