Grilluð samloka með rauðvínsbræðingi

Ljósmynd/BsInTheKitchen.com

Grillaðar samlokur eru alltaf góðar og í raun má færa fremur sannfærandi rök fyrir því að viðkomandi þurfi að vera afbragslélegur til að klúðra slíkri samloku. Það er nefnilega eitthvað við bráðinn ost sem er bara svo gott.

Þessi uppskrift býður upp á skemmtilegt tvist. Hér er búið að sjóða niður rauðvínsblöndu með kryddjurtum sem við teljum að sé sérlega bragðgott (við erum ekki enn búin að prufukeyra þessa uppskrift hér á Matarvefnum) en myndin lofar að minnsta kosti góðu. 

Við teljum að minsta kosti óhætt að mæla með þessari uppskrift.

Grilluð samloka með rauðvínsbræðingi

  • 2 sneiðar af fransbrauði (eða lekkeru súrdeigsbrauði – þið ráðið auðvitað)
  • 1-2 msk. smjör
  • ½ rauðlaukur, saxaður
  • 1 hvítlauksgeiri, maukaður
  • Slatti af rósmarín
  • Slatti af timían
  • 1 msk. hveiti
  • 180 ml rauðvín
  • ½ bolli rifinn ostur (helst bagðmikill gæðaostur)

Aðferð:

  1. Bræðið smjörið á pönnu.
  2. Setjið laukinn út í smjörið og steikið. Þegar laukurinn er farinn að mýkjast skal bæta við hvítlauk, timíani og rósmarín. Steikið í tvær mínútur eða svo.
  3. Setjið matskeið af hveiti saman við og hrærið. Bætið því næst rauðvíninu saman við.
  4. Lækkið hitann og látið sjóða ögn þannig að áfengið gufi upp. Blandan á að hafa þykknað þannig að hún nær að þekja skeið. 
  5. Setjið blönduna á báðar brauðsneiðarnar.
  6. Bætið ostinum saman við. Lokið samlokunni og smyrjið að utan með afganginum af smjörinu. 
  7. Steikið á pönnu þar til gullinbrúnt og girnilegt – og þar til osturinn er bráðnaður auðvitað.
  8. Berið fram og njótið í botn!
Ljósmynd/BsInTheKitchen.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert