Ítölsk ídýfa í pallapartýið

Linda Björk Ingimarsdóttir er snillingur í eldhúsinu.
Linda Björk Ingimarsdóttir er snillingur í eldhúsinu. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Linda Björk Ingimarsdóttir, matgæðingur Matarvefjarins, segir þessa ídýfu vera stórgóða í næsta sumarpartý á pallinum eða sem forrétt í matarboð. „Það er mjög einfalt að gera hana og hún er sérstaklega bragðgóð. Kirsuberjatómatarnir frá Mr Organic eru sérstaklega bragðgóðir og djúsí, ég vil alltaf eiga dós af þessum gersemum í búrinu mínu, svo spillir ekki að þetta eru vörur án allra aukaefna,“ segir Linda sem viðurkennir að hún eigi erfitt með að standast nýjar vörur og prófi yfirleitt flest einu sinni.

Við á Matarvefnum höfum einnig notað ídýfuna sem ábreiðu á kjúklingabringur og bakað í ofni sem einnig er guðdómlega gott.

2 dósir Mr Organic kirsuberjatómatar
1 hvítlauksgeiri, saxaður
8 fersk basil-lauf, skorin smátt og nokkur til að skreyta
2 msk. tómatpúrra
½ poki rifinn mosarella
1 stór kúla af mosarella
salt og pipar eftir smekk

Steikið hvítlaukinn í djúpri pönnu við vægan hita, bætið svo kirsuberjatómötum, tómat púrrunni og basil og saltið og piprið eftir smekk. Látið sósuna malla á vægum hita í 10-15 mínútur. Kirsuberjatómatarnir eiga vera byrjaðir að springa þá en ef ekki er hægt að mauka þá niður með sleif.

Hellið sósunni í eldfast mót og dreifið rifna mosarelluostinum yfir og í lokin skerið þið mosarellukúluna í sneiðar og dreifið yfir. Bakið svo í ofni 15-20 mínútur við 180 gráður, eða þar til osturinn er fallega gylltur. Borið fram með uppáhaldsbrauðinu ykkar.

Linda Björk Ingimarsdóttir er snillingur í eldhúsinu.
Linda Björk Ingimarsdóttir er snillingur í eldhúsinu. mbl.is/Hanna Andrésdóttir
Hver vill ekki dýfa sér í þessa dásemd?
Hver vill ekki dýfa sér í þessa dásemd? mbl.is/Hanna Andrésdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert