Svört eldhús eru málið

ljósmynd/Elle Decor

Það eru eflaust margir sem súpa hveljur við tilhugsunina um svart eldhús minnugir þess að svart minnkar rými og hvítt stækkar. Eða hvað? Vel útfærð svört eldhús eru svo óheyrilega falleg að það er vel þess virði að rugla aðeins í rýmisgreindinni. Svo má – ef eldhúsið er lítið – vera með svarta skápa en hvíta borðplötu.

Möguleikarnir eru margir eins og sjá má á þessum myndum en þær eiga það allar sameiginlegt að ráðandi liturinn er svartur og að þau eru öll stórglæsileg. 

Oft þarf ekki mikið. Við hefjum leikinn í einfaldleikanum en á myndinni hér að ofan og neðan er bara verið að notast við eina svarta einingu með hvítum lit. Eins og sjá má kemur það vel út og gerir mikið fyrir eldhúsið án þess að það virki minna eða kauðslegt. 

ljósmynd/Elle Decor

Farðu alla leið. Hér býr hugrökk manneskja því búið er að gera rýmið alveg svart. Veggir og loft þar með talið. Og hvernig kemur það út? Jú, stórkostlega eins og sjá má. 

ljósmynd/Elle Decor

Loftgluggar. Það segir sig sjálft að það gerir mikið að hafa góða loftglugga og þá ekki síst ef dekkja á eldhúsið eins og gert hefur verið hér. 

ljósmynd/Elle Decor

Svartar flísar og svört málning. Óvenjulegt, hugað og töff!

ljósmynd/Elle Decor
ljósmynd/Elle Decor
ljósmynd/Elle Decor
ljósmynd/Elle Decor
ljósmynd/Elle Decor
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert