Sumarsalat með jarðarberjadressingu

Sumarlegt salat sem hentar vel með grillmatnum.
Sumarlegt salat sem hentar vel með grillmatnum. mbl.is/lifdutilfulls

„Salöt eru svo sannarlega ómissandi á sumrin í sól og blíðu, sem meðlæti eða aðalréttir,“ segir Júlía Magnúsdóttir heilsumarkþjálfi hjá Lifðu til fulls. Þessi uppskrift er tilvalin í sumar, létt, sæt og fljótleg. Júlía er sjálf á ferð og flugi um heiminn sem stendur en fylgjast má með henni á samfélagsmiðlum. 

Salatið

2 handfyllir spínat eða grænt salat
1 rauðlaukur
vegleg handfylli af íslenskum jarðarberjum
2 smáar gúrkur
fersk steinselja
nokkrar valhnetur, muldar

Jarðarberjadressing

1 bolli íslensk jarðarber
1 límóna, kreist
1⁄2 tsk. salt
1/4 bolli ólífuolía
1 tsk. kókospálmanektar/hlynsíróp

1. Setjið öll hráefni í jarðarberjadressingu í blandara og vinnið örlítið, dressingin er best þegar hún er pínu kekkjótt. Smakkið til með salti eða sætugjafa eftir smekk.

2. Skerið rauðlauk, gúrku og jarðarber og setjið í skál ásamt salatblöðum. Veltið upp úr helmingi dressingar og skreytið með steinselju og valhnetum. Berið fram með afgangsdressingu og njótið. Algjör sumarsæla.

 

Júlía Magnúsdóttir heilsumarkþjálfi.
Júlía Magnúsdóttir heilsumarkþjálfi. mbl.is/
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert