Skotheld ráð fyrir sumarbústaðarferðina

Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint. Ljósmynd: HomeAway.com

Það er nauðsynlegt að vera vel undirbúinn fyrir ferðalagið. Best er auðvitað vera vel skipulagður svo að það fari ekki allt á annan endann. Hér er listi yfir nokkur atriði sem nauðsynlegt er að fara eftir til að fríið heppnist sem best.

1. Gerðu lista. Skipuleggðu þig áður en lagt er af stað með allar máltíðir í huga. Planaðu allar máltíðirnar og skrifaðu lista yfir hvaða hráefni þarf. Farðu gaumgæfilega yfir það sem þú átt og reyndu að undirbúa þig eins vel og kostur er. 

2. Undirbúðu hréfnið. Það er ýmislegt sem hægt er að gera áður en lagt er af stað eins og kartöflusalöt, eftirrétti og marineringar. Þannig er hægt að mæta með pönnukökurnar tilbúnar í sprautupoka (ekki að það sé neitt sérlega flókið að setja vökva saman við pönnukökumix). Vertu búin að marinera kjötið sé þess þörf og vefja eftirréttinum í álpappír ef þú ætlar að grilla súkkulaðifyllta banana svo dæmi séu tekin. Því betur sem þú undirbýrð þig því minna þarftu að gera.

3. Hafðu nóg af hollu snarli. Nú kunna sumir að snöggreiðast enda sumarbústaðir alla jafna ekki tengdir við hollustuát en staðreyndirnar blasa engu að síður við og fólk er að borða helst til óhollan mat á sumrin. Því er gráupplagt að bjóða upp á ferska ávexti sem snarl yfir daginn, sér í lagi ef börnin eru með í för. Það er miklu betra að fóðra börnin á hollustu en bara sælgæti og snakki.

4. Trítaðu þig með mat. Já, matur og frí. Það er bara eitthvað algjörlega nauðsynlegt við það að borða góðan mat uppi í bústað. Gerðu því vel við þig ef kostur er á og njóttu vel. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert