Eldhús úr krossvið

Einfalt en stílhreint og kemur ákaflega vel út.
Einfalt en stílhreint og kemur ákaflega vel út. ljósmynd/Elle Decor

Krossviðsplötur eru um margt merkilegur efniviður. Þær geta verið gríðarlega fallegar og eru ódýr kostur. Það er kannski þess vegna sem litið hefur verið fram hjá þeim en við tókum saman nokkur gullfalleg eldhús þar sem krossviður er í aðalhlutverki og útkoman er frábær. 

Það er kannski ekki síst í sumarhúsum þar sem krossviðurinn á sérstaklega vel við. Þá má jafnvel klæða veggi með honum en það er ekkert sem segir að sjálfgefið efnisval í veggklæðningum þrufi að vera panill. Fallega pússaður og varinn krossviður er oftar en ekki mikil prýði eins og þessar myndir sýna. 

Hér er notast við furu sem er umtalsvert dekkri en …
Hér er notast við furu sem er umtalsvert dekkri en til dæmis birki. Það er því bara spurning hvaða áferð þið viljið hafa. ljósmynd/Elle Decor
Hér má sjá furuna enn betur.
Hér má sjá furuna enn betur. ljósmynd/Elle Decor
Ljós krossviður. Ákaflega einfaldur og passar vel með hvítum marmara …
Ljós krossviður. Ákaflega einfaldur og passar vel með hvítum marmara (eins og reyndar flest gerir). ljósmynd/Elle Decor
Opnar hillur sóma sér vel í þessu rými.
Opnar hillur sóma sér vel í þessu rými. ljósmynd/Elle Decor
Hér er krossviðurinn alltumlykjandi.
Hér er krossviðurinn alltumlykjandi. ljósmynd/Elle Decor
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert