Besta kartöflusalat í heimi?

Nú kunna margir að spyrja sig en hér er að finna leyndarmál sjálfrar Juliu Child og ef einhver kann að matreiða almennilegan mat þá er það hún. Hér gefur að líta nokkur af leyndarmálum hennar að baki hinu fullkomna kartöflusalati.

Passið upp á að kartöflurnar séu jafnt soðnar. Aðalstjarnan í góðu kartöflusalati eru kartöflurnar þannig að passið upp á að þær séu rétt og jafnt soðnar. Sjálf sagðist Child alltaf skera kartöflunar niður fyrst og sjóða þær í léttsöltuðu og sjóðandi vatni.

Ekki yfirgefa sjóðandi kartöflur. Þótt þær séu í pottinum og allt sé í góðu þýðir það ekki að það þurfi ekki að passa upp á þær. Child segir að hún sé stöðugt að smakka þær til að tryggja að þær séu hárrétt soðnar enda sé fátt hryllilegra en illa soðnar kartöflur.

Vertu spar á majónesið. Það er mikilvægt að mati Child að nota ekki of mikið majónes. Kartöflusalat á fyrst og fremst að snúast um kartöflurnar en ekki majónesið. Stundum er það meira að segja óþarfi.

Og uppskriftin er svohljóðandi – komin frá Child sjálfri

„Ég nota annaðhvort nýjar kartöflur eða rauðar. Það er nauðsynlegt að hafa kartöflur sem sjóðast vel. Yukon Gold-kartöflurnar eru stórfínar og bragðgóðar.

Eftir að búið er að sjóða þær alveg hárrétt skal hella vatninu af þeim. Meðan þær eru enn heitar skal setja saxaðan skallottulauk, vorlauk eða mjög smátt saxaðan sætan lauk. Síðan skal krydda með salti og hvitum pipar. Því næst set ég örlítið af soðinu úr kartöflupottinum eða smá kjúklingasoð og örlítið af hvítu ediki. Þetta hristi ég saman. Síðan bæti ég við pikkluðu selleríi og dilli (e. celery and dill pickle) og loks bæti ég við stökkum beikonbitum og niðurskornum harðsoðnum eggjum. Ég nota líka alltaf niðursoðna papriku (e. red mimento) og ferska saxaða steinselju. Hristu þetta vel saman og passaðu þig að setja alls ekki of mikið majónes.

Nóttu síðan vel!“

Eins og lesa má er þetta afskaplega girnilegt salat og mögulega með þeim betri eins og margur heldur fram.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert