Sumarbústaðurinn gjörbreyttur

Litapallettan er mjúk og hlýleg. Eldhúsið nýtist afskaplega vel og …
Litapallettan er mjúk og hlýleg. Eldhúsið nýtist afskaplega vel og allt var nýtt sem hugsast gat enda algjör óþarfi að skipta út því sem fyrir er ef kostur er á. Ljósmynd: Systur og makar

Systurnar í Systur og makar eru smekkkonur miklar og á samnefndu bloggi þeirra hefur verið hægt að fylgjast með framkvæmdum við sumarbústað þeirra sem þær fjárfestu í árið 2015. Bústaðurinn var hefðbundinn að mörgu leyti og voru þær systur (ásamt mökum) staðráðnar í að gera hann upp. Það var sérstaklega eldhúsið í bústaðnum sem vakið hefur mikla athygli enda sýnir það og sannar hvað hægt er að gera með góðri málningu, smekkvísi og töluverðri þolinmæði. 

Systur og makar er rekið er af tveimur systrum, þeim Kötlu Hreiðarsdóttur og Maríu Kristu Hreiðarsdóttur ásamt Berki Jónssyni, eiginmanni Maríu.

Fyrirtækið er einskonar samastaður fyrir hönnunarmerki systranna Volcano Design og Kristu Design undir einum hatti þar sem þau selja eigin hönnun í formi fatnaðar, skarts og heimilisvöru. 

Hægt er að fylgjst með systrunum og mökum þeirra á heimasíðu þeirra Systur og makar og á snapchat síðu þeirra: systurogmakar

Umfjöllun þeirra systra um eldhúsbreytingarnar má nálgast hér. 

Séð inn í eldhúsið úr stofunni fyrir breytingar.
Séð inn í eldhúsið úr stofunni fyrir breytingar.
Mikil breyting hefur orðið á borðstofunni eins og sjá má. …
Mikil breyting hefur orðið á borðstofunni eins og sjá má. Gamli borðstofuskápurinn hefur gengið í endurnýjun lífdaga en það er áhugavert að sjá hversu miklu málning getur breytt. Ljósmynd: Systur og makar
Gamli borðstofuskápurinn mátti muna sinn fífil fegri enda þykja furuhúsgögn …
Gamli borðstofuskápurinn mátti muna sinn fífil fegri enda þykja furuhúsgögn lítt móðins þessa dagana. Ljósmynd: Systur og makar
Eldhúsið og borðstofan eru samliggjandi sem er snjallt þegar rýmið …
Eldhúsið og borðstofan eru samliggjandi sem er snjallt þegar rýmið er af skornum skammti. Ljósmynd: Systur og makar
Svona leit borðstofan út áður en verkið hófst.
Svona leit borðstofan út áður en verkið hófst. Ljósmynd: Systur og makar
Einstaklega vel heppnað eldhús. Opnar hillur stækka rýmið.
Einstaklega vel heppnað eldhús. Opnar hillur stækka rýmið. Ljósmynd: Systur og makar
Eldhúsið fyrir breytngar.
Eldhúsið fyrir breytngar. Ljósmynd: Systur og makar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert