Það þarf ekki að vera flókið til að vera fullkomið

Dröfn segir rjómaostinn vera guðdómlegan á ristaða beuglu.
Dröfn segir rjómaostinn vera guðdómlegan á ristaða beuglu. mbl.is/eldhussogur.com

Ég gekk í gegnum ákaflega erfitt tímabil þegar rjómaostur með sólþurrkuðum tómötum var tekinn úr sölu. Ég hreinlega elskaði að gera sósur og kjúklingarétti með honum. Með tímanum komst ég yfir brotthvarfið og gleymdi smátt og smátt hversu unaðslega vel rjómaostur og sólþurrkaðir tómatar eiga í raun saman. Þangað til í dag. Ég rakst á þessa einföldu en dásamlega góðu uppskrift hjá Dröfn matarbloggara á eldhússögum.

Þessi uppskrift verður sko notuð í kvöld, annaðhvort ofan á fisk eða kjúkling, en Dröfn segir blönduna vera snilld með morgunmat. „Mér finnst svo gott að fá mér ristaða beyglu með kaffinu og um daginn bjó ég til eiginlega hættulega góða rjómaostshræru sem passar ákaflega vel ofan á ristaða beyglu, þið verðið bara að prófa!

Rjómaosturinn er fljótlegur í gerð og mjög góður.
Rjómaosturinn er fljótlegur í gerð og mjög góður. mbl.is/eldhussogur.com

Uppskrift:

  • 200 g rjómaostur
  • ca 6 sólþurrkaðir tómatar, saxaðir smátt
  • fersk basilikublöð (gott að nota ca helming af 30 g pakka)
  • ferskmalaður svartur pipar
  • salt

Sólþurrkaðir tómatar saxaðir smátt og basilíka sömuleiðis. Þessu er hrært vel saman við rjómaostinn og smakkað til með salti og pipar. Borið fram t.d. með ristuðum beyglum ... og góðum cappuccinobolla!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert