Bleika orkubomban gegn járnskorti

Hollur og góður drykkur sem gerir kroppnum gott.
Hollur og góður drykkur sem gerir kroppnum gott. mbl.is/TM

Rauðrófur eru snilld! Engiferið felur þær í þessum drykk svo jafnvel rauðrófuhatarar geta drukkið þessa snilld. Rauðrófur er sagðar draga úr bólgum, hjálpa líkamanum að losa út óæskileg efni, gefa gott orkuskot og eru fullar af hollri næringu.

Heilsusnillingurinn Lukka á Happ segir að þær séu einnig góðar gegn járnskorti. „Járnskortur er algengur í nútímaþjóðfélagi og getur list sér í orkuleysi, þreytu, sífelldum höfuðverkjum, minnkaðri kynhvöt, örum hjartslætti og stuttum andardrætti. Það eru til fjölmargar rannsóknir sem sýna gagnsemi neyslu rauðrófa á lækkun háþrýstings. Einnig eru til rauðrófurannsóknir á hjólreiðamönnum sem leiddu í ljós að úthald þeirra jókst um 20% eftir neyslu á ½ l af rauðrófusafa,“ sagði hin sjarmerandi Lukka í sjónvarpsþætti sem birtist á Hringbraut fyrir nokkru.

Hér kemur ein af mínum uppáhaldsuppskriftum að morgunbombu en þessi er stútfull af andoxunarefnum og gleði.

1 lítil elduð rauðrófa (hægt að kaupa tilbúnar nokkrar saman vacum-pakkaðar)
1/2 frosinn banani 
1 bolli vatn
1/2 bolli bláber, frosin
1/2 bolli hindber, frosin 
2 cm engifer, skrælt og skorið í sneiðar 
1/2 límóna, safinn 
2 msk. vanilluprótein, ef vill 

Allt sett í kröftugan blandara og blandað uns silkimjúkt. 

mbl.is/TM
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert