Piparsósa með hægelduðum hvítlauk

Þessi sósa er bæði í hollari kantinum og kemur skemmtilega …
Þessi sósa er bæði í hollari kantinum og kemur skemmtilega á óvart. mbl.is/TM

Köld góð sósa sem passar með nánast öllu. Eða nei, hún passar hreinlega með öllu nema eftirréttum! Þessa sósu bauð ég upp á með grilluðu lambakjöti og kjúklingi um daginn. Jafnvel eldri karlmenn við borðið, sem yfirleitt kalla ekkert sósu nema hún sé heit og mjög hitaeiningarík, höfðu orð á hve góð sósan væri.

100 g sýrður rjómi 10%
100 g grísk jógúrt
5 hvítlaukar (geiralausir)
1/4 tsk. salt
1/2 tsk. dijon-sinnep
1/3 tsk. pipar (jafnvel meira)
Garðablóðberg eftir smekk
1 tsk. olía

Setjið hvítlaukinn í álpappír með hýðinu utan um. Hellið 1 tsk. af jómfrúarolíu yfir og saltið. Pakkið lauknum inn og setjið inn í ofn á 180 gráður í 60 mínútur.

Þegar hvítlaukurinn er tilbúinn er innihaldið sett í skál en það losnar mjög auðveldlega.Varist að endinn á hýðinu (harður og kringlóttur) fari með.

Hrærið öllu saman og þá er gleðin tilbúin.

Kaldar sósur eru oft og tíðum hollari og fljótlegri en …
Kaldar sósur eru oft og tíðum hollari og fljótlegri en heitar rjóma- og/eða smjörsósur sem þó vissulega eru mikilvægar inn á milli. TM/Mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert