Svona er best að frysta hakk

Þetta er líklega ein besta hugmynd dagsins!
Þetta er líklega ein besta hugmynd dagsins! mbl.is/Skjáskot:newleafwellness.biz

Þegar fyrsta skal hakk, gúllas eða annað kjöt í smáum bitum er besta að pressa með höndunum eða þungri bók ofan á pokann áður en hann fer í fyrstir. Með því að gera kjötið eins þunnt og hægt er án þess að skemma gæði þess ertu að taka mjög lítið pláss í frystinum (með því að stafla) og kjötið er mun fljótara að þiðna heldur en ef það er í stórum klump.

Annað snilldarráð er að setja allt hráefnið í góða súpu eða pottrétt svo sem hakk, hvítlauk, lauk, baunir og grænmeti saman í frystibox (forðumst einnota plastpokanotkun) og frysta óeldað. Þannig getur þú kippt út máltíð um morgun og geymt í ísskáp til affrystingar og eldað um kvöldið.

Við mælum þó með að setja ekki salt og pipar og annað slíkt fyrr en við eldamennskuna en ferskt krydd má þó vel frysta með í pokanum. Fljótlegt og sniðugt! 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert