Partýbúðin þar sem allt seldist upp

Erna Hreinsdóttir eiganda partýbúðarinnar Pippu er hrikalega skemmtielg og kann …
Erna Hreinsdóttir eiganda partýbúðarinnar Pippu er hrikalega skemmtielg og kann að halda gott partý. mbl.is/Kristinn Magnússon

Erna Hreinsdóttir fyrrum ritstjóri Nýs Lífs og annar eigandi partýverslunarinnar Pippa kann að taka veisluna upp á næsta stig með réttu skreytingunum.

Við erum tvær sem stöndum að partívefversluninni Pippu. Ég og vinkona mín til margra ára, Vigdís Ósk Häsler, opnuðum vefverslunina Pippu í hvatvísi rétt undir lok seinasta árs. Markmið okkar var að koma með vörur sem tengjast hverskonar veisluhöldum og eru vörurnar sérvaldar inn í verslunina og er það fagurfræðin sem ræður ríkjum hvað er valið hverju sinni. Verslunin er aðeins á netinu og við sendum pantanir um allt land, það ætti að minnka stressið hjá þeim sem eru að undirbúa veislur – það þarf ekkert að skreppa neitt,“ segir Erna en hugmyndin kom i barnaafmæli síðasta haust þegar þeim stöllum varð ljós að lítið úrval væri hérlendis af smart veisluskrauti.

„Þar sem okkur báðum þykir einstaklega gaman að skreyta í kringum okkur lá við að við tækjum þetta að okkur. Við kýldum á hugmyndina þar sem ég hafði hvort eð er sagt upp störfum sem ritstjóri Nýs Lífs og þar af leiðandi átti ég von á lausum tíma til að vippa upp einni búð eða svo. Jólafríið okkar fór því í það að gera og græja verslunina, ég hannaði lógóið og allt útlit í kringum búðina, ég er grafískur hönnuður og fékk aðeins að njóta mín í því hlutverki. Síðan opnuðum við verslunina rétt fyrir áramót og viðtökurnar fóru fram úr okkar björtustu vonum, það bara seldist allt upp!“

Takið eftir skemmtilega glasahaldaranum í baksýn. Glasahaldarinn var svo vinsæll …
Takið eftir skemmtilega glasahaldaranum í baksýn. Glasahaldarinn var svo vinsæll að hann seldist strax upp en von er á fleiri dúllum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Síðan þá hafa þær Erna og Vigdís verið markvisst að auka við vöruúrvalið. „Það er greinilegt að fólki finnst gaman að halda skrautlegar veislur og munum við gera okkar besta í að koma sífellt með splunkunýjar og spennandi vörur. Það er að aukast að fólk velji skraut í veislurnar sínar og er ekkert að spara til. Tilkoma smáforritsins instagram hefur þar eflaust eitthvað að segja því nú hefur fólk gaman af því að birta og skoða myndir af veislum. Ég tel einnig að mikil hugmyndavinna hjá þeim sem sem eru að plana partí fari fram á instagram og einnig á pinterest.“

Vinsælastar eru númerablöðrurnar

Um þessar mundir eru það stóru númerablöðrurnar sem virðast vera algjör staðalbúnaður í afmælum og seljast þær því í gríð og erg hjá Pippu sem og gull eða silfurhengi sem gjarnan eru notuð sem bakgrunnur fyrir myndatökur. Einnig er vinsælt að hafa nokkra leikmuni til að leika sér með á myndunum segir Erna.

Hún bendir einnig á að fallegar sérvéttur geri ansi mikið fyrir veisluborðið. Einnig má finna skemmtileg lítil einhyrningkökumót hjá Pippu sem og annan einhyrningsvarning sem er ákaflega vinsæll um þessar mundir líkt og flamingóþema.

En þarf það alltaf að kosta tugi þúsunda að skreyta næstu veislu? „Það þarf alls ekki að vera dýrt að halda skrautlegt partí, veisluvörur eru yfirleitt ekki mjög dýrar en það skiptir máli að velja vel og vandlega vörurnar til að skreytingarnar komi sem best út. Gott er að taka nokkrar vörur í sama lit til að halda í smá þema í stemningunni. Vinsælt er að taka nokkrar vörur í gull eða silfur... t.d. gylltar servíettur og gullblöðrur eða gyllt kögur, það gerir venjulega veislu að svakalegu partíi. En ef á að halda kostnaði algerlega í lágmarki er gott að henda bara smá confetti yfir veisluborðið. “ 

Spurð út í bestu partýráðin svarar Erna með hjartanu. „Skemmtilegur og afslappaður gestgjafi er það sem skiptir mestu máli í veisluhöldum og meiga gestirnir alls ekki finna fyrir neinu stressi. Alltaf að bjóða upp á léttan drykk þegar gestirnir koma (gildir í fullorðinsboðum) og svo gerir veisluskrautið að sjálfsögðu gæfumuni.“ Við þökkum Ernu kærlega fyrir spjallið og tökum undir með henni að þreyttur og stressaðurgestgjafi er fljótur að draga niður alla stemmingu alveg sama hversu smart veislan er.

Nafnapinnar á tertur gera afmæli, skýrnarveislur og brúðkaup persónulegri.
Nafnapinnar á tertur gera afmæli, skýrnarveislur og brúðkaup persónulegri. mbl.is/Kristinn Magnússon
Erna er grrafískur hönnuður að mennt og elskar að skreyta.
Erna er grrafískur hönnuður að mennt og elskar að skreyta. mbl.is/Kristinn Magnússon
Flamingo papparör og confetti hressir veisluborðið við.
Flamingo papparör og confetti hressir veisluborðið við. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert