Leynieldhús í lúxúsíbúð

Meira að segja ofnarnir eru faldir á bak við hurðir.
Meira að segja ofnarnir eru faldir á bak við hurðir. mbl.is/Contemporist

Sum eldhús eru einfaldlega svo glæsileg að það er hægt að dást að þeim allan daginn. Þetta eldhús tilheyrir kárlega þeim flokki en það er hannað með það í huga að hægt sé að fela það enda eru eigendurnir ekkert sérstaklega hrifnir af því að elda.

Hugmyndin að baki hönnuninni er París og gömlu glæsiíbúðirnar þar en íbúðin er staðsett í Sydney í Ástralíu. Það var hönnunarfyrirtækið Minosa Design sem á heiðurinn af hönnuninni en það er frekar snjallt að sjá hversu vel falið eldhúsið er í raun. Það er staðsett á gangi og hægt er að loka því nær algjörlega þannig að enginn átti sig á því hvað leynist á bak við hurðirnar.

En fallegt og stílhreint er það og efnisvalið til háborinnar fyrirmyndar.

Erfitt er að sjá að þarna sé fullbúið eldhús að …
Erfitt er að sjá að þarna sé fullbúið eldhús að finna. mbl.is/Contemporist
Hurðirnar hafa engar höldur og falla því alveg að veggnum.
Hurðirnar hafa engar höldur og falla því alveg að veggnum. mbl.is/Contemporist
Hér má sjá eldhúsið fullopið.
Hér má sjá eldhúsið fullopið. mbl.is/Contemporist
Allt er eins vandað og hugsast getur.
Allt er eins vandað og hugsast getur. mbl.is/Contemporist
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert